„Það verður stormur um mestallt land“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. september 2023 21:15 Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi storminn sem gengur nú yfir landið. Stöð 2 Fyrsta haustlægðin fer yfir landið í kvöld og gular viðvaranir tóku víða gildi klukkan sjö. Björgunarsveitir hafa verið boðaðar út víða. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi. Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Sjá meira
Haraldur Ólafsson veðurfræðingur ræddi haustlægðina, sem er ansi hraustleg, í kvöldfréttum Stöðvar 2: „Hún er samt ekki svo kröpp að svona lægð á sér mjög margar systur á vetri. Það sem er óvenjulegt núna er að það hefur ekki verið hvasst býsna lengi, þannig lausir munir munu fara af stað. Ég held samt ekki að hún sé nægilega kröpp til að naglfastir hlutir hreyfist mikið, en það er full ástæða til að taka lausamuni og koma þeim í skjól.“ segir Haraldur. Hann segir að stormur verði um mestallt land. „Það verður hægari vindur á Norður- og Austurlandi en það verður stormur í kvöld og nótt á Suður- og Vesturlandi en líklega fer hann að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu strax fyrir miðnætti og draga úr úrkomu. Það er úrhellisrigning í þessu en það mun draga úr rigningunni líka, þetta fer í skúrir þegar það líður á nóttina.“ Haraldur bætir við að suðvestanátt verði um helgina en að öldugangur verði í kvöldflóði á höfuðborgarsvæði. Flæðir yfir höfnina Haraldur Haraldsson aðgerðarstjóri hjá björgunarsveitinni Suðurnes segir að sveitir hafi verið boðaðar út í Reykjanesbæ en tjón sé enn sem komið er smávægilegt. Hann tók eftirfarandi myndband í kvöld við Keflavíkurhöfn: „Það hefur verið smávægilegur reytingur, ýmislegt að losna, hjólhýsi að renna til og tjaldvagnar. Sem betur fer hefur ekkert alvarlegt gerst enn. Hér er afskaplega óheppileg sjávarstaða. Keflavíkurhöfn var gjörsamlega á kafi, það flæddi alls staðar yfir,“ segir hann í samtali við Vísi.
Veður Björgunarsveitir Reykjanesbær Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Sjá meira