Fellum niður grímuna Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:00 Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Unnur Freyja Víðisdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun