Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Kristinn Haukur Guðnason og Helena Rós Sturludóttir skrifa 29. ágúst 2023 23:00 Þorsteinn gerir frekar ráð fyrir að hlaupið komi úr vestari katlinum. Skjáskot Stöð 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum. Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Almannavarnir vara við því að ár gætu flætt yfir bakka og nærliggjandi vegi. Landverðir í Hólaskjóli hafa orðið varir við brennisteinslykt á svæðinu og Veðurstofan varar við megnun sem getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum. Rannsóknarstofa Háskóla Íslands í eldfjallafræði segir gervitunglamyndir sýna að upptök hlaupsins séu líklega í eystri katlinum. Almannavarnir ráðleggja fólki eindregið að halda sig fjarri farvegi Skaftár og á jörðum Skaftárjökuls, Tungnárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir. Hámark á næstu tveimur sólarhringum Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna hjá Veðurstofunni, segir að rennslið á efstu mælistöðinni, við Sveinstind, mælist 600 rúmmetrar á sekúndu sem teljist ekki sem stórt hlaup. Hins vegar hafi rennslisaukning mælst síðdegis og útlit fyrir að meira sé í katlinum, hvor sem það nú er. Sá eystri eða sá vestari, sem Þorsteinn telur líklegri í þetta skiptið út frá hlaupferlinum. „Þó það sé alls ekki víst er líklegt að þetta nái hámarki innan tveggja sólarhringa,“ segir Þorsteinn. Þjóðvegurinn öruggur í bili Aðspurður um flóðahættu segir Þorsteinn að bændur verði fyrir óþægindum af hlaupinu. Hlaupið sé það lítið að ekki sé talin hætta sé á að það flæði yfir þjóðveginn. „Ef þetta reynist vera úr eystri katlinum, sem við vitum ekki enn þá, gæti hlaupið sótt verulega í sig veðrið og orðið talsvert stærra en nú er. Svo er líka sá möguleiki, ef þetta er vestari ketillinn, að hinn komi með hlaup í kjölfarið ofan í hitt,“ segir Þorsteinn. Það sé þó ekki sértaklega líklegt á þessari stundu. Leysingavatn gæti bæst við Um helgina er spáð stormi og það getur haft áhrif að sögn Þorsteins. Það er ef leysingavatn úr jöklum bætist við lónin sem eru upptök þessara hlaupa. Þetta viðbótarvatn getur komið af stað heilu hlaupi. „Við ættum að gera ráð fyrir þeim möguleika að eitthvað slíkt gæti orðið en ég er ekki að segja að það sé að fara að gerast,“ segir Þorsteinn að lokum.
Hlaup í Skaftá Veður Almannavarnir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02 Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Skáftárhlaup er hafið Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. 29. ágúst 2023 09:02
Virkja SMS skilaboð vegna Skaftárhlaups Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið. 29. ágúst 2023 17:38