Ofurmáni blátt á himni skín Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 20:01 Tunglið verður í sínum hefðbundna lit á aðfararnótt fimmtudags þó að það sé nefnt blátt tungl. Nafngiftin stafar af því að það verður annað fulla tungl mánaðarins. Vísir/Vilhelm Fullt tungl sem verður síðustu nótt ágústmánaðar verður svokallaður blár ofurmáni. Þrátt fyrir nafnið verður tunglið þó hvorki blátt á lit né búið neins konar ofurkröftum. Tunglið verður fullt klukkan 1:35 aðfararnótt fimmtudagsins 31. ágúst. Það verður svokallaður ofurmáni vegna þess að tunglið verður í jarðnánd. Ofurmáni er það kallað þegar tunglið er innan við níutíu prósent af minnstu fjarlægð þess frá jörðinni. Fjarlægðin á milli hnattanna tveggja er ekki stöðug vegna þess að braut tunglsins um jörðina er sporöskjulaga. Tunglið þarf að vera innan við 367.607 kílómetra fjarlægð frá miðju jarðarinnar til þess að teljast ofurmáni, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Ofurmánar eru ekki sérlega óvanalegir viðburðir. Þeir endurtaka sig á rétt rúmlega árs fresti en þá koma þrír til fjórar ofurmánar í röð af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Fulla tunglið 31. ágúst verður þriðji ofurmáni ársins af fjórðum. Það gerðist 2. júlí og 1. ágúst og gerist aftur 28. september. Ekkert er sérstaklega „ofur“ við mánann. Þó að ofurmáni sé sjö prósent breiðari og fimmtán prósent bjartari en fullt tungl er að meðaltali er munurinn varla sjáanlegur. Nú vill svo til að ofurmáninn í vikunni er annað fulla tungl mánaðarins. Þegar tvö full tungl ber upp í sama mánuði er það seinna stundum nefnt blátt tungl. Það hefur þó ekkert með litbrigði tunglsins að gera. Tunglið verður fullt á 29,5 daga fresti. Á um það bil tveggja og hálfs árs fresti verða þrettán full tungl á sama ári. Tunglið Geimurinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Tunglið verður fullt klukkan 1:35 aðfararnótt fimmtudagsins 31. ágúst. Það verður svokallaður ofurmáni vegna þess að tunglið verður í jarðnánd. Ofurmáni er það kallað þegar tunglið er innan við níutíu prósent af minnstu fjarlægð þess frá jörðinni. Fjarlægðin á milli hnattanna tveggja er ekki stöðug vegna þess að braut tunglsins um jörðina er sporöskjulaga. Tunglið þarf að vera innan við 367.607 kílómetra fjarlægð frá miðju jarðarinnar til þess að teljast ofurmáni, að því er kemur fram í grein á Stjörnufræðivefnum. Ofurmánar eru ekki sérlega óvanalegir viðburðir. Þeir endurtaka sig á rétt rúmlega árs fresti en þá koma þrír til fjórar ofurmánar í röð af 12-13 mögulegum fullum tunglum. Fulla tunglið 31. ágúst verður þriðji ofurmáni ársins af fjórðum. Það gerðist 2. júlí og 1. ágúst og gerist aftur 28. september. Ekkert er sérstaklega „ofur“ við mánann. Þó að ofurmáni sé sjö prósent breiðari og fimmtán prósent bjartari en fullt tungl er að meðaltali er munurinn varla sjáanlegur. Nú vill svo til að ofurmáninn í vikunni er annað fulla tungl mánaðarins. Þegar tvö full tungl ber upp í sama mánuði er það seinna stundum nefnt blátt tungl. Það hefur þó ekkert með litbrigði tunglsins að gera. Tunglið verður fullt á 29,5 daga fresti. Á um það bil tveggja og hálfs árs fresti verða þrettán full tungl á sama ári.
Tunglið Geimurinn Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira