Bestu mörkin: Sofandi Stjörnukonur vöknuðu loksins eftir Verslunarmannahelgi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 14:30 Stjarnan hefur vaknað til lífsins seinni hluta sumars. Vísir/Anton Brink Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Stjörnunni var spáð titilbaráttu fyrir tímabilið, en liðið var langt frá því að standa undir væntingum framan af sumri. Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Þrátt fyrir það hafnaði Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar áður en deildinni er skipt upp í efri og neðri hluta. Liðið safnaði 29 stigum, 13 stigum minna en topplið Vals, og á enn tölfræðilegan möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Stjörnukonur horfa þó líklega frekar á baráttuna um annað sæti deildarinnar. Liðið er fimm stigum á eftir Breiðablik í öðru sætinu og ef gengi þessara tveggja liða verður eins í úrslitakeppninni og það hefur verið undanfarna vikur nær Stjarnan að lauma sér upp fyrir Breiðablik í töflunni. Stjarnan vann aðeins fimm leiki í fyrstu 14 umferðum tímabilsins og um tíma var ekki víst hvort liðið myndi ná að vinna sér inn sæti í efri hlutanum. Liðið hefur hins vegar unnið síðustu þrjá leiki og er taplaust í síðustu sex leikjum sínum. Síðasta tap Stjörnunnar í deildinni kom gegn Þrótti þann 8. júlí síðastliðinn. „Þær voru ekki sjálfum sér líkar framan af móti og það vantaði mikið upp á hjá þeim,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, um Stjörnuna í þætti gærkvöldsins. „Það er aðeins að breytast núna og þrátt fyrir að það hafi vantað aðeins upp á heildina þá eru búnir að vera leikmenn í þessu liði sem eru búnir að vera góðir á þessu móti,“ bætti Bára við. Klippa: Bestu mörkin - Stjarnan Stjörnukonur koma því líklega fullar sjálfstrausts inn í úrslitakeppnina þar sem liðið tekur á móti nýliðum FH í fyrsta leik næstkomandi föstudag. Næst tekur Stjarnan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Vals áður en liðið sækir Breiðablik heim í líklega mikilvægasta leik tímabilsins fyrir bæði lið þann 17. september.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira