Maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn kærður fyrir nauðgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2023 07:00 Montiel skoraði úr síðustu spyrnu Argentínu í vítaspyrnukeppni gegn Frakklandi í úrslitaleik HM í Katar. Visionhaus/Getty Images Gonzalo Montiel, nýjasti leikmaður Nottingham Forest og maðurinn sem tryggði Argentínu heimsmeistaratitilinn í desember síðastliðnum, hefur verið kærður fyrir nauðgun í heimalandi sínu. The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt. Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
The Athletic greinir frá en aðeins eru þrír dagar síðan Montiel gekk í raðir Forest í ensku úrvalsdeildinni á láni frá Sevilla á Spáni. Samkvæmt frétt The Athletic er Montiel kærður fyrir nauðgun sem átti sér stað á heimili hans árið 2019. Montiel, sem var leikmaður River Plate í Argentínu árið 2019, neitar sök. Hann ræddi við saksóknara frá Buenos Aires í júní á þessu ári vegna málsins. Nottingham Forest have signed Gonzalo Montiel despite him being accused of rape back in Argentina.He denies the accusations, but say things don't pan out as he hopes. #NFFC wouldn't have a moral leg to stand on. What are they thinking?@NickMiller79 https://t.co/hrFsDbzWRL— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 25, 2023 The Athletic hafði samband við Forest vegna málsins og sagðist félagið hafa verið ánægt eftir samræður við fulltrúa leikmannsins. Forest hefur rætt við lögmann leikmannsins en ekki saksóknara né lögmann meints fórnarlambs. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar í Argentínu segir fórnarlambið að þrír menn hafi nauðgað henni. Tvo þeirra gat hún ekki borið kennsl á en hún gat greint frá Montiel þar sem þau þekktust og höfðu sofið saman áður. Meint fórnarlamb segist nokkuð viss um að eitthvað hafi verið sett í drykk hennar en hún heim til Montiel þar sem hann átti afmæli og hafði boðið fullt af fólki. BREAKING: Gonzalo Montiel completes his Nottingham Forest medical ahead of a move from Sevilla pic.twitter.com/uogNkk4EKO— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 23, 2023 Málið er í vinnslu og stefna saksóknarar á að ræða við fleiri vitni sem voru viðstödd veisluhöldin árið 2019. Gæti farið svo að Montiel þurfi að mæta í skýrslutöku á nýjan leik. Verði Montiel fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsi frá sex mánuðum upp í 20 ár, fer lengd fangelsisvistar meðal annars eftir aldri fórnarlamba og brotaþola, sambandi þeirra og hversu miklu ofbeldi var beitt.
Fótbolti HM 2022 í Katar Argentína Enski boltinn Kynferðisofbeldi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira