Lukaku gæti endað í hlýjum faðmi Mourinho Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2023 18:31 Gætu sameinað krafta sína á nýjan leik. Alex Livesey/Getty Images Eftir að hafa verið orðaður við sitt fyrrum félag Inter brenndi Romelu Lukaku allar brýr til Mílanó þegar hann virtist á leið til Juventus. Það féll upp fyrir en það stöðvaði ekki leið Lukaku til Ítalíu. Nú virðist hann vera á leið til Rómaborgar þar sem fyrrverandi þjálfari hans ræður ríkjum. Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira
Ferill hins þrítuga Lukaku hefur verið heldur undarlegur síðustu misseri. Eftir að verða Ítalíumeistari með Inter vorið 2021 ákvað framherjinn að ganga aftur í raðir Chelsea á Englandi en hann var upphaflega á mála hjá félaginu frá árinu 2011 til 2014. Lukaku leið hins vegar ekki vel hjá Chelsea og var fljótur að koma sér í vandræði með því að tala um hversu mikið hann elskaði Inter og vildi spila fyrir félagið á nýjan leik. Hann var á endanum lánaður aftur til Ítalíu á síðustu leiktíð og talið var næsta öruggt að Inter myndi kaupa hann í sumar. Vandamálið er að Inter á voða lítið af pening til að eyða í leikmenn, félagið hefur aðeins eytt rúmum 35 milljónum evra í leikmenn í sumar á meðan rúmar 130 milljónir evra hafa komið inn fyrir sölur á leikmönnum. Það ásamt því að Lukaku var einnig í viðræðum við Juventus á sama tíma varð til þess að Inter hætti við að fá leikmanninn í sínar raðir. Stuttu eftir að Juventus dró sig út úr „kapphlaupinu“ varð ljóst að Lukaku virðist alveg sama hvar á Ítalíu hann spilar. Nú hefur Lukaku verið orðaður við Roma þar sem José Mourinho er við stjórnvölin. Þeir þekkjast ágætlega en Lukaku var þjálfari Manchester United þegar Lukaku kom þangað. Roma are in talks with Chelsea about taking striker Romelu Lukaku on loan this season.#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Roma er í leit að framherja þar sem Tammy Abraham er meiddur og Chelsea virðist tilbúið að leyfa Lukaku að fara á láni. Mauricio Pochettino, þjálfari Chelsea, hefur ekki útilokað að nota Lukaku en markmiðið virðist þó að losa hann af launaskrá og senda hann frá Lundúnum. Hvort liðin nái hins vegar saman um kaup og kjör, ásamt kaupverði næsta sumar, á eftir að koma í ljós. Félagaskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokar 1. september en er þó opinn örlítið lengur í Tyrklandi og Sádi-Arabíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Sjá meira