„Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku” Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2023 21:01 Guðlaugur Þór Þórðarsson segir útilokað að ná loftlagsmarkmiðum án þess að framleiða græna orku. Vísir/Sigurjón Umhverfisráðherra segir umræðuna hér á landi hvað varðar græna orku skrítna og ekki i samræmi við það sem þekkist annars staðar. Samkvæmt nýrri raforkuspá Landsnets munu markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.” Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Í spánni sem Landsnet birti í morgun kemur fram að áformaðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir ásamt stækkunum eldri virkjana muni ekki duga fyrir orkuskiptum. Niðurstaða rannsókna sé að með aukunni skilvirkni í orkumálum sé raunhæft að miða við árið 2050 en ekki 2040 líkt og stjórnvöld höfðu áður stefnt að. Þessi niðurstaða kemur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ekki á óvart. „Þetta er nákvæmlega í samræmi við það sem ég hef verið að vekja athygli á. Okkur vantar græna orku. Ég held að við þurfum fyrst og fremst að líta til ársins 2030, þar sem við erum með metnaðarfull markmið sem við verðum að ná. Og það liggur alveg fyrir að það er eins með okkur Íslendinga eins og alla aðra, ef við ætlum að ná loftlagsmarkmiðum þá þarf græna orku,” segir Guðlaugur Þór Þórðarsson. Varðandi það hvort hann sé sammála niðurstöðu Landsnets um að markmiðin um orkuskipti náist árið 2050 en ekki 2040 segir Guðlaugur að hann vilji fyrst og fremst horfa til ársins 2030. „Það er bara á morgun. Það er það sem liggur virkilega á. Það sem snýr að 2040, við ráðum ekki þeim hlutum sjálf, stærstu hlutunum, hvað varðar flugvélar og skipunum og annað slíkt en 2030 er í okkar höndum og þar liggur okkur mjög á.“ Í vanda vegna tafa á samþykkt rammaáætlunar Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á alþingi síðasta vor. „Þegar við samþykktum hann síðast hafði hann ekki verið samþykktur í níu ár,” segir Guðlaugur. „Þá var algjör stöðnun í framleiðslu á raforku í sextán ár á Íslandi. Þess vegna erum við í þessum vandræðum, því það var mjög lítið framleitt af grænni orku á þeim tíma.” Umræðan hér á landi skrítin Hann segir umræðuna hér á landi ekki hafa tekið mið af augljósum staðreyndum. „Umræðan hér hefur verið mjög skrítin og ekki í samræmi við neitt sem maður sér annars staðar. Allir sem telja sig græna í stjórnmálum annars staðar í heiminum berjast fyrir grænni orku. Og berjast fyrir því að við séum með regluverk sem kveður á um að við séum með græna orku og tökum út jarðefnaeldsneyti. Út á það gengur málið.” Náttúruverndasinnar hafa sumir sagt orkuskiptin afsökun fyrir frekari virkjunum. Þessari gagnrýni vísar Guðlaugur á bug. „Ef menn trúa því virkilega að við þurfum ekki græna orku þá skulum við líka algjörlega gefast upp með þessi loftslagsmarkmið. Og bara segja það. Því það er útilokað að ná loftslagsmarkmiðum sem ganga að stærstum hluta út á að taka út bensín og dísel án þess að setja græna orku í staðinn. Svo einfalt er það og það veit það allur heimurinn.”
Umhverfismál Orkuskipti Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira