Segir rannsóknarhagsmuni fyrir löngu gæsluvarðhaldi ekki til staðar Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 20:54 Maðurinn hefur verið í gæsluvarðahaldi frá 27. apríl. Vísir Lögmaður mannsins sem grunaður er um að hafa myrt konu á Selfossi í apríl gagnrýnir hve lengi hann hefur setið í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 27. apríl, sama dag og kona á þrítugsaldri fannst látin í húsi á Selfossi. Maðurinn og yngri bróðir hans voru handteknir en þeim yngri var fljótt sleppt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að eldri bróðirinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna. Gæsluvarðhald mannsins var síðast framlengt út þennan mánuð og byggði krafa lögreglunnar um framlengingu þá á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Sjá einnig: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þeir geti verið að ætla megi að sakborningur muni gera rannsókn erfiðari. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, verjanda mannsins, að hann óttist að úrskurðir dómstóla um framlengingar gæsluvarðhaldsins verði fordæmisgefandi og að tólf vikna reglan heyri sögunni til. Hann segir enga brýna rannsóknarhagsmuni til staðar sem skjólstæðingur hans geti haft áhrif á. Þá segir í fréttinni að maðurinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna en hann haldi því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfinu. Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Maðurinn og yngri bróðir hans voru handteknir en þeim yngri var fljótt sleppt. Í frétt Ríkisútvarpsins segir að eldri bróðirinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna. Gæsluvarðhald mannsins var síðast framlengt út þennan mánuð og byggði krafa lögreglunnar um framlengingu þá á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna, samkvæmt Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi. Sjá einnig: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Í lögum um meðferð sakamála segir að ekki megi halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess eða mál hafi verið höfðað gegn honum. Þeir geti verið að ætla megi að sakborningur muni gera rannsókn erfiðari. Í frétt Ríkisútvarpsins er haft eftir Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni, verjanda mannsins, að hann óttist að úrskurðir dómstóla um framlengingar gæsluvarðhaldsins verði fordæmisgefandi og að tólf vikna reglan heyri sögunni til. Hann segir enga brýna rannsóknarhagsmuni til staðar sem skjólstæðingur hans geti haft áhrif á. Þá segir í fréttinni að maðurinn sé grunaður um að hafa kyrkt konuna en hann haldi því fram að hann hafi komið að henni látinni á baðherbergisgólfinu.
Grunur um manndráp á Selfossi Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29 Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01 Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Fallist á lengra gæsluvarðhald: Vonast eftir niðurstöðu krufningar um mánaðamótin Landsréttur féllst í dag á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um manndráp í heimahúsi á Selfossi. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 27. apríl síðastliðnum og mun sæta því áfram til 31. þessa mánaðar hið skemmsta. 16. ágúst 2023 18:29
Brýnir hagsmunir halda þeim grunaða á Selfossi bak við lás og slá Lögreglustjórinn á Suðurlandi gerði í dag enn einu gæsluvarðhaldskröfuna fyrir héraðsdómi yfir manni sem grunaður er um manndráp. Maðurinn var handtekinn 27. apríl síðastliðinn en krafan er lögð fram á grundvelli brýnna rannsóknarhagsmuna þar sem endanleg niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir. 11. ágúst 2023 18:01
Framlengja gæsluvarðhald vegna manndráps á Selfossi Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um að framlengja gæsluvarðhald manns á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa valdið dauða ungrar konu í apríl þessa árs. 14. júlí 2023 16:01