Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróðurelda Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2023 11:44 Fólk með grímur fyrir vitum vegna loftmengunar frá gróðureldunum í bænum Kelowna í Bresku Kólumbíu. AP/Darryl Dyck/The Canadian Press Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Eldarnir í Bresku Kólumbíu hafa breiðst hratt út. Auk rýminga gripu yfirvöld til þess ráðs að banna ónauðsynleg ferðalög til þess að hægt væri að hýsa flóttafólk og slökkviliðsmenn. Þá hafa drónaeigendur sem mynda eldana verið beðnir um að halda sig fjarri neyðarstarfsmönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Herinn á að aðstoða við rýmingar og undirbúning, að sögn Trudeau. Yfirvöld í Bresku Kólumbíu óskuðu eftir liðsinni landsstjórnarinnar og hersins. Yfirvöld hafa ekki veitt upplýsingar um eignatjónið í eldunum. Samfélagsmiðlar eru fullir af myndum af eyðileggingunni, bæði á húsum og farartækjum. Loftgæði í borgum fylkisins eru víða með versta móti vegna reyksins frá eldunum. Gildi hafa sums staðar mælst vel yfir því sem er talið skaðlegt fyrir heilsu fólks. Komast loks áfram Jason Brolund, slökkviliðsstjóri í bænum Vestur-Kelowna, segir að aðstæður hafi skánað eftir fjögurra daga baráttu við eldana. Greiðara gangi nú að koma mannskap á staðinn og og dæla vatni á eldana. „Okkur finnst við loksins komast áfram en ekki aftur á bak og það er frábær tilfinning,“ sagði Brolund við CBC í Kanada. Gróðureldatíðin í Kanada nú er sú versta til þessa. Á annað þúsund elda geisuðu í síðustu viku og fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífinu í glímunni við þá. Um 140.000 ferkílómetrar lands eru brunnir. Til samanburðar er Ísland rúmir hundrað þúsund ferkílómetrar að flatarmáli. Óttast er að þurrkar í ár þýði að eldhættan verði viðvarandi áfram inn í september. Tugir þúsunda manna þurftu að flýja heimili sín í Norðvesturhéruðunum vegna gróðureldanna þar, þar á meðal allir tuttugu þúsund íbúar höfuðstaðarins Yellowknife.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58 Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Löng bílaröð þegar allir bæjarbúar flúðu gróðurelda Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár. 18. ágúst 2023 10:58
Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. 17. ágúst 2023 11:42