„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Ten Hag var heldur súr eftir leik. EPA-EFE/ANDY RAIN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum. „Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira