Fljúga fólki úr vegi gróðurelda í norðanverðu Kanada Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2023 11:42 Kona sem er kominn á steypirinn býr sig undir að yfirgefa Hay River í Norðvesturhéruðum ásamt fjölskyldu sinni. Stór hluti íbúa fylkisins hefur þurft að yfirgefa heimili sín vegna gróðurelda. AP/Jason Franson/The Canadian Press Til stendur að byrja að fljúga íbúum Yellowknife í Norðvesturhéruðum Kanada þaðan í dag vegna gróðurelda sem stefna á bæinn. Eldarnir gætu náð þangað um helgina ef enga úrkomu gerir. Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð. Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Fleiri en tvö hundruð gróðureldar loga nú í Norðvesturhéruðunum og var neyðarástandi lýst yfir á þriðjudagskvöld, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar er búið að rýma bæi og þorp þar sem um 6.800 manns búa, um fimmtán prósent íbúa héraðsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Íbúi í Hay River sagði CBC í Kanada að bíll hans hefði byrjað að bráðna undan hitanum þegar fjölskyldan ók í gegnum glóðir á leið sinni út úr bænum. Íbúar Yellowknife, höfuðstaðar fylkisins þar sem um 20.000 manns búa, er nú gert að yfirgefa heimili sín fyrir hádegi á morgun að staðartíma. Þeir sem ekki hafa kost á að fara með bíl er boðið að skrá sig í skipulagðar flugferðir samkvæmt fylkissyfirvöldum. Eldarnir voru um sautján kílómetra frá bæjarmörkunum í gær. Rýmingarskipunin sem var gefin í gærkvöldi gildir fyrir Yellowknife og tvö frumbyggjasamfélög í grenndinni. Shane Thompson, ráðherra í fylkisstjórninni, segir bæinn ekki í bráðri hættu eins og er og íbúar hafi enn rúman tíma til þess að koma sér þaðan. Rigni ekki gætu eldarnir þó náð að Yellowknife um helgina. Kanadíski herinn skipuleggur loftbrúna sem er sögð sú umfangsmesta í sögu Norðvesturhéraðanna. Flestir þeirra brottfluttu hafa verið færðir suður til nágrannafylkisins Alberta en óljóst er hvenær þeir geta snúið til síns heima. Metfjöldi gróðurelda logar nú í Kanada, alls 1.067 talsins í gær. Meira en 21.000 ferkílómetrar lands hafa orðið eldunum að bráð.
Kanada Gróðureldar Náttúruhamfarir Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira