„Ekki gott að horfa upp á að fólk sofi í gjótum“ Árni Sæberg og Lovísa Arnardóttir skrifa 16. ágúst 2023 23:26 Guðmundur Ingi segir brýnt að mæta vanda fólks sem á nú í engin hús að venda eftir að þjónusta við það var felld niður. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra telur ljóst að sveitarfélögin verði að grípa umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa tapað allri þjónustu eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Verkefnið núna sé að tryggja fólkinu stjórnarskrárbundna lágmarksþjónustu. Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“ Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um útlendingamál eftir að hópur fólks var þjónustusviptur í samræmi við ný útlendingalög Jóns Gunnarssonar. Greint hefur verið frá því að hælisleitendur búi ýmist í kúlutjöldum í Öskjuhlíð eða í gjótu rétt fyrir utan Reykjavík. Þá hefur verið greint frá því að fólk sé komið á götuna og borði upp úr ruslatunnum höfðuborgarsvæðisins. Ágreiningur er uppi meðal ráðuneyta og sveitarfélaga um það hver beri ábyrgð á því að veita fólkinu þjónustu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir verkefnið núna vera að finna leiðir og lausnir til þess að tryggja fólkinu lágmarksþjónustu sem það eigi rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum um félagsþjónustu. „Það er alveg skýrt að það var vilji meirihluta Alþingis og kemur fram í nefndaráliti allsherjar og menntamálanefndar þegar málið var þar til umfjöllunar. Þannig að þetta er verkefnið og það er það sem við þurfum að leysa, ríki og sveitarfélög í sameiningu,“ segir Guðmundur Ingi. Greinilegar brotalamir í framkvæmdinni Guðmundur Ingi segir að nauðsynlegt sé að leysa verkefnið sem allra fyrst. Greinilegar brotalamir séu í framkvæmdinni. Það sé eitthvað sem hægt er að laga og að stjórnvöld muni leggja sig fram við að gera það. Þess vegna séu fleiri ráðuneyti að koma að borðinu og nauðsynlegt sé að fá sveitarfélögin að borðinu líka. „Við skulum leyfa lögfræðingunum að deila um það nákvæmlega hvar ábyrgðin liggur. En ábyrgðin fyrst og fremst í mínum huga er sú að tryggja lágmarksþjónustu til fólks, sem það á rétt á.“ Auðvitað ekki gott að fólk borði upp úr ruslatunnum En hvað á að gera fyrir fólk sem er nú þegar á götunni? „Auðvitað er ekki gott að horfa upp á að fólk sófi í gjótum eða að borða mat upp úr ruslatunnum, það er ekki samfélag sem við viljum. Það er hluti af því að leita lausna núna, að finna lausn á því hvernig megi mæta þessari lágmarksþjónustu, sem er alveg skýrt að fólk á rétt á,“ segir Guðmundur Ingi. Hann á fund með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og fulltrúm sveitarfélaganna á föstudag. „Ég biðla auðvitað til þeirra að við náum að vinna þetta mál í sameiningu og leysa það.“
Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Félagsmál Hælisleitendur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira