Óttast að unglingar sniffi gas í strætisvögnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 15:08 Sævar segir mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um málið. Rekstraraðili strætó í Reykjanesbær verður í síauknum mæli var við að tóm gashylki séu skilin eftir í strætisvögnum bæjarins. Hann segist óttast að unglingar noti hylkin til að sprauta gasi með rjómasprautu í blöðru og komast þannig í vímu. „Við fórum fyrst að taka eftir þessu við þrif á vögnunum hjá okkur. Þá var þetta einn og einn kútur en nú er þetta orðið miklu meira. Þessi fjöldi sem ég birti mynd af á Facebook er til dæmis bara úr einum vagni,“ segir Sævar Baldursson, framkvæmdastjóri Bus4U sem rekur strætisvagna í Reykjanesbæ. Sævar birti mynd af gashylkjunum á Facebook. Hann segir færsluna setta inn til vitundarvakningar fyrir foreldra svo þau geti verið meðvituð um hætturnar og leiðirnar sem unglingar finni til að komast í vímu. „Auðvitað veit ég ekki hvort þeir eru að sniffa þetta eða anda þessu að sér, en það skiptir engu máli því bæði er skaðlegt. Svo var einn krakki gómaður með rjómasprautu og blöðrur. Þetta virðist vera hlátursgas, svipað og tannlæknar nota til að mynda.“ Sævar segir að sér hafi einnig verið bent á það af öðrum íbúum að slíkar rjómasprautur hafi fundist við gömlu sundlaugina í Keflavík, sem sé í hálfgerðu eyði. „Þannig að þetta virðist vera eitthvað sport hjá þeim núna að stunda þetta. Mér finnst allt í lagi að foreldrarnir vakni til vitundar um það hvað börnin séu að bralla.“ Reykjanesbær Fíkn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
„Við fórum fyrst að taka eftir þessu við þrif á vögnunum hjá okkur. Þá var þetta einn og einn kútur en nú er þetta orðið miklu meira. Þessi fjöldi sem ég birti mynd af á Facebook er til dæmis bara úr einum vagni,“ segir Sævar Baldursson, framkvæmdastjóri Bus4U sem rekur strætisvagna í Reykjanesbæ. Sævar birti mynd af gashylkjunum á Facebook. Hann segir færsluna setta inn til vitundarvakningar fyrir foreldra svo þau geti verið meðvituð um hætturnar og leiðirnar sem unglingar finni til að komast í vímu. „Auðvitað veit ég ekki hvort þeir eru að sniffa þetta eða anda þessu að sér, en það skiptir engu máli því bæði er skaðlegt. Svo var einn krakki gómaður með rjómasprautu og blöðrur. Þetta virðist vera hlátursgas, svipað og tannlæknar nota til að mynda.“ Sævar segir að sér hafi einnig verið bent á það af öðrum íbúum að slíkar rjómasprautur hafi fundist við gömlu sundlaugina í Keflavík, sem sé í hálfgerðu eyði. „Þannig að þetta virðist vera eitthvað sport hjá þeim núna að stunda þetta. Mér finnst allt í lagi að foreldrarnir vakni til vitundar um það hvað börnin séu að bralla.“
Reykjanesbær Fíkn Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira