Virðast vera aðeins meira en bara vinir Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 09:46 Drake og Sexyy Red hafa verið ansi náin á myndum sem þau hafa birt af sér saman. Instagram Rappararnir Drake og Sexyy Red hafa enn á ný kynnt undir orðróm þess efnis að þau séu aðeins meira en bara vinir. Hin 25 ára Sexyy Red (Kyynþokkafull rauð á íslensku), réttu nafni Janae Nierah Wherry, er lítt þekkt stærð en hefur vakið athygli undanfarið í rappheimum vegna laga á borð við „Pound Town“ og „Shake Sumn“. Fyrr í mánuðinum bættist hún við tónleikaferðalag Drake, It's All a Blur, þar sem hún hitar upp fyrir rapparann kanadíska. Þau höfðu hins vegar kynnst fyrir það þegar Drake spilaði á tónleikaferðalagi sínu í Brooklyn í New York þann 19. júlí. Eftir tónleikana birti Drake mynd af sér á Instagram með Sexyy Red. Á myndinni kyssir Drake hana á hálsinn á meðan hún heldur um höfuð hans. Drake kyssir Sexyy Red á hálsinn baksviðs í Brooklyn.Instagram Við færsluna skrifaði Drake „Kynntist rétt í þessu réttmætri eiginkonu minni @sexyyred.“ Nú hafa þau aftur birt mynd af sér saman á tónleikaferðalaginu. Í þetta skiptið birti Sexyy Red tvær myndir af þeim saman á Instagram þar sem þau eru baksviðs eftir tónleika Drake í Inglewood í Los Angeles. Á myndunum heldur Drake utan um rapparann rauðhærða á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina, bæði með bossann út í loftið og þar sem hún mundar löngutöng. Í myndatexta við myndina lýsti hún Drake sem „manni sínum“. Drake heldur um Sexyy Red á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina.Instagram Það er því spurning hvort parið sé að slá sér upp eða séu bara svona hrikalega góðir vinir. Ástarlíf Drake hefur verið býsna flókið í gegnum tíðina og hefur hann sjaldan enst lengi með hverri kærustu. Hver veit nema hann hafi fundið þá einu réttu í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Pound Town“ sem kom Sexyy Red á kortið: Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Sjá meira
Hin 25 ára Sexyy Red (Kyynþokkafull rauð á íslensku), réttu nafni Janae Nierah Wherry, er lítt þekkt stærð en hefur vakið athygli undanfarið í rappheimum vegna laga á borð við „Pound Town“ og „Shake Sumn“. Fyrr í mánuðinum bættist hún við tónleikaferðalag Drake, It's All a Blur, þar sem hún hitar upp fyrir rapparann kanadíska. Þau höfðu hins vegar kynnst fyrir það þegar Drake spilaði á tónleikaferðalagi sínu í Brooklyn í New York þann 19. júlí. Eftir tónleikana birti Drake mynd af sér á Instagram með Sexyy Red. Á myndinni kyssir Drake hana á hálsinn á meðan hún heldur um höfuð hans. Drake kyssir Sexyy Red á hálsinn baksviðs í Brooklyn.Instagram Við færsluna skrifaði Drake „Kynntist rétt í þessu réttmætri eiginkonu minni @sexyyred.“ Nú hafa þau aftur birt mynd af sér saman á tónleikaferðalaginu. Í þetta skiptið birti Sexyy Red tvær myndir af þeim saman á Instagram þar sem þau eru baksviðs eftir tónleika Drake í Inglewood í Los Angeles. Á myndunum heldur Drake utan um rapparann rauðhærða á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina, bæði með bossann út í loftið og þar sem hún mundar löngutöng. Í myndatexta við myndina lýsti hún Drake sem „manni sínum“. Drake heldur um Sexyy Red á meðan hún stillir sér upp fyrir myndavélina.Instagram Það er því spurning hvort parið sé að slá sér upp eða séu bara svona hrikalega góðir vinir. Ástarlíf Drake hefur verið býsna flókið í gegnum tíðina og hefur hann sjaldan enst lengi með hverri kærustu. Hver veit nema hann hafi fundið þá einu réttu í þetta skiptið. Hér fyrir neðan er tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Pound Town“ sem kom Sexyy Red á kortið:
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fleiri fréttir „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning