Eru allir með smá ADHD? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 15:31 Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun