Eru allir með smá ADHD? Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 15. ágúst 2023 15:31 Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ADHD Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Þegar ég tala um ADHD þá heyri ég oft þessa setningu: „Eru ekki allir með smá ADHD?“ Stutta svarið er einfaldlega bara nei. Það er vissulega rétt að allir geta stundum gleymt einhverju, mætt degi of snemma eða seint í læknatíma, sett 1 skipti símann sinn inn í ísskáp eða verið eins og „þeytispjald“ inná milli. Það er samt ekki ávísun á ADHD greiningu heldur þýðir það einfaldlega það að vera mannlegur. Þegar við erum að tala um að eitthvað af eftirfarandi þáttum gleymska, tímastjórnun, skipulag, tilfinningastjórn, eiga verulega erfitt með höfnun, hvatvísi, ofvirkni, eirðarleysi, vanvirkni, týna í sífellu hlutum og fleira eru orðnir að vanda eða litar líf manneskjunar að verulegu leyti þá getum við skoðað hvort ADHD greining eigi við eða sé til staðar. Að tala um að allir séu með smá ADHD gerir oft lítið úr vanda þeirra sem eru með hamlandi einkenni ADHD Vissulega er fólk sem er með ADHD með mishamlandi einkenni og mismikil bjargráð við sínum einkennum en til að fá greiningu þurfa að vera ákveðið mörg einkenni til staðar. Þannig að þó fólk sé gleymið þá er það ekki endilega með ADHD heldur þurfa að vera þó nokkur einkenni, að hafa verið til staðar frá bernsku og eitthvað annað sem gæti útskýrt einkenni útilokað til að það sé metið sem ADHD. Það er staðreynd að þessu er stundum kastað fram þegar einhver gleymir einhverju eitt skipti sem þykir jafnvel fyndið og þá er kannski sagt við viðkomandi að hann sé með svo „mikið ADHD“. Það er alveg klárt að um góðlátlegt grín er að ræða en það þarf bara að hafa það fast í huga að það þýðir ekki að allir séu með „smá“ ADHD. Inn á heimasíðu ADHD samtakanna er talað um að það sé talið að um 5% barna séu með þessa röskun, þ.e.a.s. um það bil eitt af hverjum tuttugu börnum. Að vera með ADHD er ekki bara það að missa athyglina stundum Það er stundum talað um að fólk með ADHD missi auðveldlega athyglina og sóni út jafnvel í miðjum samræðum. Það er oft grínast með að eitthvað annað fangi skyndilega athygli hjá viðkomandi og oft er nú vitnað í íkorna einhverra hluta vegna. Það er áhugavert að spá í því hvað það er í raun mikið steríótýpan af ADHD manneskju og það er pæling hvort fólk sé með þá ímynd í huganum þegar það vitnar í að vera með „svo mikið ADHD“ í dag eða heldur því fram að „allir séu nú með smá ADHD“. Þá er líka áhugavert að benda á þá staðreynd að það fólk sem er með ADHD getur líka dottið í ofur fókus hafi það verulegan áhuga á viðfangsefninu. Verður til þess að fólk vilji síður deila því með öðrum að það sé með ADHD greiningu Þegar fólk er með hamlandi ADHD og deilir því með öðrum en fær þessi viðbrögð „að allir séu nú með smá ADHD“ þá verður það til þess að margir hætta að vilja deila með öðrum sinni greiningu. Hjá sumum er þetta búið að hafa mikil áhrif á eitthvað af eftirfarandi: skólagöngu, vinnu, ástarlíf, vinasambönd og sumir eru búnir að þróa með sér fíknihegðun. Fyrir suma er þetta ekki bara „smá ADHD“. Þótt eins og ég benti á hafi ADHD einkenni mismikil áhrif á líf fólks en það verður að hafa þessa staðreynd í huga. Það má líkja þessu við að segja „eru ekki allir með smá sykursýki?“ Við myndum ekki segja það. Höfundur heldur úti Instagram síðunni Lífsstefna sem er fræðslumiðill. Hún er einnig með fræðslu á ensku á Tik Tok undir nafninu audhdsara, fræðslu um ADHD, einhverfu og geðheilsu. Sara er menntuð sem félagsliði, NLP markþjálfi, krakka jóga kennari og hefur lokið ráðgjafanámi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun