Rafmagnaður hræðsluáróður Tómas Guðbjartsson skrifar 14. ágúst 2023 16:01 Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er býsna fróðlegt að fylgjast með stigvaxandi bumbuslætti virkjunarsinna, áróðri sem dynur á okkur nánast daglega og er aðallega stýrt af forkólfum stóriðju- og virkjanafyrirtækja við undirleik ráðherra málaflokksins. Sannkölluð dómsdagsspá þar sem orkan er sögð uppseld og rafmagn til heimila í hættu. Heimsmet í raforkuframleiðslu - í gósenlandi gagnslausra gagnavera Þetta stenst ekki skoðun, enda erum við að selja gríðarlegt magn "umframorku" til gagnavera, eða 10% af því sem við framleiðum - erlendra fyrirtækja sem nota orkuna aðallega til að grafa eftir glópagulli (Bitcoin). Mörg ríki hafa bannað slíkan "námuiðnað", enda fáránlega orkufrekur (eða á pari við árlega notkun Írland). Höfum í huga að við Íslendingar framleiðum langmest af rafmagni per haus í heiminum, eða tvöfalt meira en Norðmenn, sem koma næstir. Við erum að selja 85% af þessari orku til mengandi stóriðju, aðallega álvera og kísiliðjuvera. Virkjunarveislunni fer að ljúka Græn orka er orð sem kemur títt fyrir í umræðunni, en spyrja má sig hversu græn orka er í raun sem fæst með því að rústa náttúruperlum. Annað orð sem ber hljómhimnur okkar eru orkuskipti, og við sögð vera að missa af lestinni. Er það svo? Með því að rafvæða allan bílaflota okkar myndi aðeins þurfa 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag, og ekkert í hendi enn með rafvæðingu skipa eða flugvéla. Brýnt er að ákveða í hvað notum orkuna okkar þannig að hún geti með sönnu talist náttúruvæn. Auðlindir eru ekki óþrjótandi - og „virkja meira partýið“ hreinlega að verða búið. Ágætt að átta sig á því og hafa hemil á græðginni - sem er hættulegur húsbóndi. Enda orkufrekur iðnaður engin forsenda þess að hér geti verið gott að búa og lífskjör góð. Forgangsraða þarf orkusölu til heimila Brýnt er að forgangsraða og láta orku til heimila og smáiðnaðar ganga fyrir, líkt og sprækur orkumálastjóri hefur lagt til. Þar með er tryggt að heimilin séu í forgangi en ekki erlend stóriðjufyrirtæki og gagnaver. Það stenst ekki skoðun að framleiða "græna orku" og nota hana síðan til mengandi stóriðju – í landi þar sem túrismi er orðinn einn af helstu máttarstólpum efnahags þjóðarinnar. Erlendir ferðamenn koma jú ekki til að skoða virkjanir, heldur vilja upplifa óspillta náttúru sem þeir finna ekki heima hjá sér. Þar eigum við Íslendingar gullsjóð í hálendinu okkar, en það geymir 42% ósnortinna víðerna Evrópu. Engar hjáleiðir – fylgjum lögum Virkjanasinnar kvarta gjarnan yfir regluverkinu, t.d. þegar kemur að leyfum og mati á umhverfisáhrifum, og vilja "hjáleiðir" frá Rammaáætlun- sem er furðulegt og bitnar auðvitað helst á náttúru sem ekki getur varið sig. Þannig virðast sumir reiðubúnir að rífa upp friðlýsingar á heilögum svæðum eins og í Vatnsfirði - og það til að sækja orku í heimabyggð sem m.a. á að nota til frekari uppbyggingar á mengandi kalkþörungavinnslu. Sem er fáránleg hugmynd, og fengi fyrrum ábúenda stórkostlegs Vatnsfjarðar, Hrafna-Flóka, til að snúa sér við í gröfinni. Spilað á ótta almenning Það er ekki falleg taktík að leika á ótta fólks til að ná markmiðum sínum. Hræðsluáróður einkennir oft að hljóð og mynd fara ekki saman - sem er augljóst í þessu tilviki. Það er enginn orkuskortur á Íslandi, og við enn ótvíræðir heimsmeistarar í raforkuframleiðslu. Við þurfum hins vegar að fara vel með rafmagnið okkar og hætta að fórna náttúruperlum fyrir stóriðju og glópagull. Það yrði þjóðfélaginu öllu til góða og náttúrunni sömuleiðis - sem er sennilega okkar dýrmætasta auðlind. Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun