Emil leggur skóna á hilluna og gerist umboðsmaður Stefán Árni Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 19:00 Emill á að baki einstaklega farsælan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu. Hann er nú hættur að spila en hvergi nærri hættur afskiptum af knattspyrnu. vísir/arnar Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann er aftur á móti ekki búinn að slíta sig alfarið frá boltanum og ætlar sér að gerast umboðsmaður. Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Emil lék síðustu tvo tímabil með Virtus Verona en árið 2005 fór hann fyrst út í atvinnumennsku frá FH og samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham. Fljótlega lá leiðin til Ítalíu þar sem hann var í sextán ár. Á Ítalíu lék Emil með sex liðum og lengst af hjá Hellas Verona þar sem hann fór með liðinu úr ítölsku C-deildinni upp í Seríu A. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera í hausnum á mér lengi en það er gott að geta tekið þessa ákvörðun á mínum eigin forsendum,“ segir Emil í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Mér líður mjög vel með þessa ákvörðun þótt þetta sé auðvitað svolítið erfitt þar sem þetta er það eina sem ég er búinn að vera gera síðan ég var sex ára og nánast þannig.“ Eins og áður segir ætlar Emil ekki að slíta sig frá boltanum. Þrautseigja lykillinn „Ég er bara búinn að ákveða það að færa mig yfir í umboðsmennsku, eitthvað sem er búið að blunda í mér mjög lengi. Ég mun taka FIFA umboðsmannaprófið í september og hef mjög mikinn áhuga á því að vinna með ungum strákum og hjálpa þeim að taka réttu skrefin á þeirra ferli og vera svolítið góður stuðningur fyrir þér. Ég hef ákveðna sýn varðandi það. Mig langar að hjálpa þeim að eiga sinn besta mögulega feril,“ segir Emil og bætir við að einnig vilji hann vinna með knattspyrnukonum. Hann segir að þolinmæði og þrautseigja sé lykillinn að því að verða farsæll atvinnumaður. Sjálfur vill hann vera með færri leikmenn en fleiri sem umboðsmaður til að geta einbeitt sér vel að hverjum og einum. „Ég hef orðið mjög góð tengsl. Ég hef spilað aðeins á Englandi, Skandinavíu og svo auðvitað í 16 ár á Ítalíu. Það er mjög mikilvægt að vera með þessa reynslu og tengsl. Ég hef spilað með mörgum ungum leikmönnum og hef haft mjög gaman af því að hjálpa þeim að verða betri. Ég spilaði með Jorginho þegar hann var átján ára og mér fannst gaman að pússa honum inn í liðið. Við vorum herbergisfélagar og hann varð síðan hörkuleikmaður sem var nú ekki mér að þakka en ég hafði gaman af því að hjálpa þessum ungu leikmönnum.“ Klippa: Emil Hallfreðs leggur skóna á hilluna
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira