Of hraðar skiptingar í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2023 10:01 Elliðaárnar eru líklega vinsælasta veiðiáin í sumar og laxgengdin í hana með eindæmum góð en 2.159 fiskar eru gengnir upp í hana. Alls hafa veiðst 419 laxar í ánni en þeim er auðvitað öllum skilað aftur enda er sleppiskylda í ánni. Undirritaður hefur fengið nokkrar ábendingar og tölvupósta frá veiðimönnum sem hafa veitt Elliðaárnar í sumar og tala þeir um að skiptingarnar í ánni séu svo hraðar en veiðitíminn sé ekki nema 50% af heildartímanum við ánna. Einhverjir hafa minnt á að þetta sé til þess gert að þú komist yfir öll svæðin á veiðitímanum. Það er engin glóra í því. Þú ferð hvergi yfir jafn mikið af veiðistöðum á hálfum degi og í Elliðaánum og það þýðir að fáir staðir eru veiddir stanslaust og fáir aðrir staðir prófaðir. Síðan er aksturinn á milli staða oft töluverður ef það er umferð og þá verður oftar en ekki einhver kappakstur til að tryggja sér tíma á einhverjum veiðistað. Það er óþarfi að hafa klukkustunda skiptingu. Mikið nær að hafa tveggja tíma skiptingu og þú færð þrjú svæði. Þá færðu meiri tíma á hverjum stað til að prófa flugur og veiða staðinn vel. Það eina sem þetta gerir er að þú átt eftir að veiða betur. Já kannski færðu ekki Hundasteina eða Teljarastreng, en þú færð samt alltaf góða veiðistaði og það er ekkert minni líkur á að þú fáir lax þar, frekar meiri þar sem þú ert þá að kasta fyrir hvíldan fisk og það er fiskur sem tekur. Ef þú ert að fara í Elliðaárnar næstu daga myndi ég skoða vel þá staði sem hafa gefið fáa laxa í sumar og veiða þá í staðinn fyrir að fara beint í staðina sem eru barðir allann daginn. Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði
Alls hafa veiðst 419 laxar í ánni en þeim er auðvitað öllum skilað aftur enda er sleppiskylda í ánni. Undirritaður hefur fengið nokkrar ábendingar og tölvupósta frá veiðimönnum sem hafa veitt Elliðaárnar í sumar og tala þeir um að skiptingarnar í ánni séu svo hraðar en veiðitíminn sé ekki nema 50% af heildartímanum við ánna. Einhverjir hafa minnt á að þetta sé til þess gert að þú komist yfir öll svæðin á veiðitímanum. Það er engin glóra í því. Þú ferð hvergi yfir jafn mikið af veiðistöðum á hálfum degi og í Elliðaánum og það þýðir að fáir staðir eru veiddir stanslaust og fáir aðrir staðir prófaðir. Síðan er aksturinn á milli staða oft töluverður ef það er umferð og þá verður oftar en ekki einhver kappakstur til að tryggja sér tíma á einhverjum veiðistað. Það er óþarfi að hafa klukkustunda skiptingu. Mikið nær að hafa tveggja tíma skiptingu og þú færð þrjú svæði. Þá færðu meiri tíma á hverjum stað til að prófa flugur og veiða staðinn vel. Það eina sem þetta gerir er að þú átt eftir að veiða betur. Já kannski færðu ekki Hundasteina eða Teljarastreng, en þú færð samt alltaf góða veiðistaði og það er ekkert minni líkur á að þú fáir lax þar, frekar meiri þar sem þú ert þá að kasta fyrir hvíldan fisk og það er fiskur sem tekur. Ef þú ert að fara í Elliðaárnar næstu daga myndi ég skoða vel þá staði sem hafa gefið fáa laxa í sumar og veiða þá í staðinn fyrir að fara beint í staðina sem eru barðir allann daginn.
Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði