„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 10:30 Ásta Eir Árnadóttir og Nadía Atladóttir, fyrirliðar Breiðabliks og Víkings. Ásta var á hækjum á blaðamannafundi í gær og afar ólíklegt er að hún verði með í bikarúrslitaleiknum annað kvöld. vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira