Símanotkun í skólum stórt vandamál Vésteinn Örn Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. ágúst 2023 20:03 Skiptar skoðanir eru um hvort banna eigi snjalltæki í skólum. Stöð 2/Arnar Aðstoðarskólastjóri í grunnskóla segir morgunljóst að eitthvað þurfi að gera til að draga úr símanotkun barna og unglinga innan veggja skólans. Með því muni líðan barnanna batna og námsárangur þeirra aukast. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur kallað eftir því að blátt bann verði lagt við notkun snjallsíma í skólum. Eitt af hverjum fjórum ríkjum heims hefur nú þegar gert það, en stofnunin segir að símanotkun barna í skólum auki á lærdómserfiðleika, einelti og almenna vanlíðan. Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla segir símanotkun vel þekkt vandamál, og að fylgifiskarnir geti verið enn fleiri. „Það er líka bara erfitt fyrir krakkana að vera með þessi tæki í vasanum, og lífið þeirra er í beinni útsendingu nánast allan sólarhringinn. Þau ættu að fá frí frá þessu í skólanum,” segir Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur verið með símamálin til skoðunar. Formaðurinn segir þó að engin endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Sjálf telji hún skynsamlegast að símarnir verði lagðir til hliðar innan skólanna. Til að slíkar aðgerðir gangi segir Jón Pétur að foreldrar þurfi að sýna samstöðu. „Því það er erfitt fyrir okkur að vera einhverjar símalöggur, við getum ekki verið að leita á krökkunum. En það er til mikils að vinna. Bæði árangur og velferð munu örugglega aukast í kjölfarið, þegar þau losna við þetta áreiti úr námsumhverfinu.“ Jón Pétur segir áþreifanlegan mun á því hvort nemendur eru með símana meðferðis eða ekki. „Ég var skólastjóri í Melaskóla fyrir tveimur árum síðan, þar sem er fyrsti til sjöundi bekkur. Þar voru símarnir ekki í notkun, og krakkarnir komu ekki með þá. Það var bara allt annar andi og allt annað líf. Þrátt fyrir að hér í Réttarholtsskóla, sem er unglingaskóli sé frábær andi, þá hefur maður samt fundið hvernig það hefur einhvern veginn fjarað undan félagslegum samskiptum og einangrun hefur aukist,“ segir Jón Pétur. Bann myndi búa til fleiri vandamál en það myndi leysa Magnús Þór Jónsson, formaður kennarasambands Íslands, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Þar tók hann í annan streng en Jón Pétur. Hann segir snjallsímana vera orðinn það fastur liður í daglegu lífi barna, til að mynda með Strætó-appinu og bankaþjónustu, að hreint bann á snjallsímum myndi ekki endilega borga sig. „Ég held að það yrði skref aftur á bak ef það yrði tekin ákvörðun núna um að kippa þessu öllu út,“ sagði Magnús í Reykjavík síðdegis. Hann segir að slíkt bann yrði andstætt skólastarfi, sem eigi að vera lifandi og í takt við samfélagið. Til séu ýmis forrit í snjalltækjum sem henta við kennslu og nokkrir skólar á Íslandi hafi farið mjög langt í að nýta snjalltækni í verkefnum. Þá segir hann hreint bann á snjalltækjum geta haft neikvæð áhrif á andann í kennslustofunni. „Ef bannið er með þeim hætti að það er ófriður um það og gengur það langt að það býr til deilur inni í kennslustofunni þá getur það líka haft þau áhrif að það verði byltingarástand,“ segir Magnús. Að mati Magnúsar eiga ákvarðanir um símanotkun í skólum að vera teknar á hverjum stað fyrir sig eftir aðstæðum hverju sinni. „Að taka ákvörðun í einhverri miðlægri stofnun úti í heimi sem hefur áhrif á Bakkafirði, í Breiðholtinu og Búðardal held ég að sé yfirleitt til þess fallið að búa til meiri vandamál en það leysir.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Samfélagsmiðlar Grunnskólar Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira