Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 16:24 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd. Vísir/Aðsend Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira