Bandarískur sjónvarpsmaður gagnrýnir íslenskt matarverð Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 22:01 Rick er með yfir milljón fylgjendur á facebook. Facebook Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Rick Steves, sem einnig hefur gefið út ferðahandbækur, heimsótti Ísland á dögunum. Í Facebook-færslu um dvölina ber hann saman verðlag á veitingastöðum og í matvörubúðum en að hans sögn er verðmunurinn talsverður. „Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni. Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
„Það er fáránlega dýrt að vera á Íslandi. Og á sumrin, þegar eftirspurn er langt umfram framboð, eru herbergin sérstaklega dýr,“ segir Steves í færslunni. „Maturinn er líka dýr, en þú getur borðað furðu vel með því að fara í matvörubúð þar sem innfæddir versla.“ Þá segist hann hafa borgað minna fyrir að kaupa sér morgun-, hádegis-, og kvöldverð úti í matvörubúð heldur en myndi kosta að kaupa hamborgara, franskar og bjór á knæpu. Einungis fimm þúsund krónur hefðu þessar máltíðir kostað hann úti í búð, aðeins meira en morgunverður á hótelinu hans. Í ummælum undir færslunni segir hann að verð á veitingahúsum á Íslandi sé hátt. Innlendi bjórinn sé þó góður en fínni drykkir séu grimmilega dýrir. „Og þökk sé fjölmörgu duglegu fólki frá þróunarlöndum sem ráðið hefur verið í vinnu á hótelum og veitingastöðum, ríkir hér blómleg og alþjóðleg veitingasena sem er ódýrari, og oft áhugaverðari en hefðbundinn matur á Íslandi,“ segir hann loks. Með færslunni lét hann fylgja mynd af þeim matvörum sem hann keypti í matvörubúðinni. Meðal annars má sjá gríska jógúrt frá Örnu, kjúklingaálegg frá Kjarnafæði og góðost frá Mjólkursamsölunni.
Matur Verðlag Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fleiri fréttir Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira