Dúfur ná 100 kílómetra meðalhraða í keppnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2023 21:05 Bréfdúfur eru mjög gáfaðar og rata alltaf heim til sín þó þeim sé sleppt á stöðum, sem þeir hafa aldrei verið á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er æði misjafn hvernig fólk eyðir verslunarmannahelginni en bréfdúfnabændur voru löngu búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að gera um helgina en það var kappflug með dúfurnar sínar, sem fór fram í dag. Í keppninni ná dúfurnar allt að hundrað kílómetra meðalhraða á klukkustund. Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands Hveragerði Fuglar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands er merkilegur félagsskapur með um fjörutíu félagsmönnum, körlum og konum. Tilgangur félagsins er að rækta dúfur og ekki síst keppnisdúfur, þar sem markmiðið er að dúfan sé sem fljótust að fljúga frá upphafsstaða viðkomandi keppni og heim til sín. Í gærkvöldi hittust keppendur með fugla sína hjá félagsmanni í Hveragerði þar sem tekið var á móti keppnisdúfunum og þær skráðar til leiks í gegnum tölvukerfi þar sem hver dúfa var skönnuð með sitt merki svo það sjáist í keppninni hver á viðkomandi dúfu. Keppni dagsins var frá Botnum í Meðallandi, um 200 kílómetra leið. Sumar þurftu að fljúga í Grindavík, aðrar á höfuðborgarsvæðið og einhverjar í Flóann svo dæmi séu nefnd. „Þetta eru karlar og konur í þessu sporti, sem hafa mikinn áhuga á ræktun. Það er engin þjóðhátíð í ár”, segir Ragnar Sigurjónsson, ræktandi og félagi í Bréfdúfnafélag Íslands. Það var meira en nóg að gera í Hveragerði í gærkvöldi þegar keppnisdúfurnar voru skráðar til leiks í keppni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Um leið og fuglinn kemur heim þá labbar hann yfir bretti, sem skráir þá niður tímann á þessum tiltekna fugl. Það er nú ekkert amalegt að byrja á einni bréfdúfukeppni, starta helginni þannig, bæði skemmtilegt og spennandi,” segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, formaður Bréfdúfnafélags Íslands Vilhelm segir að hraðinn á dúfunum í keppnum fari mjög mikið eftir vindáttum. „Þegar það er meðvindur þá geta þær verið á yfir 100 kílómetra meðalhraða á klukkustund en þegar það er mótvindur þá fara þær niður í 60 kílómetra á klukkustund.” Bréfdúfur eru mjög gáfaðar en hvernig í ósköpunum rata þær alltaf heim til sín. „Þær klárlega nota sólina og svo nota þær segulsvið jarðar líka og minni,” segir Vilhelm. En eru dúfur bara dúfur eða eru þetta persónuleikar? „Þetta eru miklir karakterar og þær eru jafn ólíkar og þær eru margar, bæði í útlit og sem einstaklingar. Þær eru misgáfaðar og þær líta mismunandi út en við þekkjum þær allar náttúrulega í sundur eins og góðum ræktanda ber að gera,” segir formaður Bréfdúfnafélags Íslands. Heimasíða Bréfdúfnafélags Íslands
Hveragerði Fuglar Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira