Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 06:40 Umrædd náma er við Krýsuvíkurveg. vísir/vilhelm Margir íbúar í Vallarhverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg. Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57