Ókeypis íbúðalóðir á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2023 20:05 Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, sem er að sjálfsögðu hæstánægð með íbúajölgunina á Hvammstanga. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúum fjölgar og fjölgar á Hvammstanga enda tvö ný hverfi í byggingu. Ástæðan er meðal annars sú að lóðir á staðnum eru ókeypis, það er engin biðlisti í leikskólann og þá er næga atvinnu að hafa á Hvammstanga. Hvammstangi í Húnaþingi vestra er einn af þessum fallegum stöðum úti á landi, sem er alltaf gaman að heimsækja. Í dag eru íbúar þar en 600 og þeim fjölgar ört því það er verið að byggja upp tvö ný hverfi á staðnum. „Hér rjúka lóðirnar út og hafa gert undanfarin ár. Það er nýbúið að taka tvo grunna og búið að úthluta lóð fyrir raðhúsi, bara allt í gangi,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. Neðar í bænum við sjávarsíðuna er annað hverfi í uppbyggingu og þar er búið að úthluta öllum lausum lóðum. Um 600 manns búa á Hvammstanga í dag. Allar íbúðalóðir eru ókeypis. Þar er líka næga atvinnu að hafa og engin biðlisti á leikskóla staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Engu að síður þá vantar húsnæði og við þurfum að spýta í lófana þar og erum að vinna samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í þá átt. Lóðirnar eru ekki seldar því þær eru í eigu sveitarfélagsins og greidd lóðarleiga , sem er mjög hófleg. Þannig að það hjálpar til við húsbyggingar að þú þarft ekki eyða milljónum og jafnvel stundum tugum milljóna í lóðir,” segir Unnur Valborg. En það er ekki nóg með að lóðirnar kosti ekkert á Hvammstanga því þar er heldur engin biðlisti með börn í leikskóla. „Hér er bara rosalega gott að búa og íbúakannanir hafa sýnt það að fólk á Hvammstanga er einna ánægðast með sveitarfélagið sitt á landinu öllu. Hér er öflugt menningarlíf, hér er hægt að fá atvinnu og bara gott fólk, sem býr hérna,” segir kampakátur sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hvammstangi er vinsæll staður til að búa á.Magnús Hlynur Hreiðarsson Húnaþing vestra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Hvammstangi í Húnaþingi vestra er einn af þessum fallegum stöðum úti á landi, sem er alltaf gaman að heimsækja. Í dag eru íbúar þar en 600 og þeim fjölgar ört því það er verið að byggja upp tvö ný hverfi á staðnum. „Hér rjúka lóðirnar út og hafa gert undanfarin ár. Það er nýbúið að taka tvo grunna og búið að úthluta lóð fyrir raðhúsi, bara allt í gangi,” segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþings vestra. Neðar í bænum við sjávarsíðuna er annað hverfi í uppbyggingu og þar er búið að úthluta öllum lausum lóðum. Um 600 manns búa á Hvammstanga í dag. Allar íbúðalóðir eru ókeypis. Þar er líka næga atvinnu að hafa og engin biðlisti á leikskóla staðarins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Engu að síður þá vantar húsnæði og við þurfum að spýta í lófana þar og erum að vinna samkvæmt húsnæðisáætlun sveitarfélagsins í þá átt. Lóðirnar eru ekki seldar því þær eru í eigu sveitarfélagsins og greidd lóðarleiga , sem er mjög hófleg. Þannig að það hjálpar til við húsbyggingar að þú þarft ekki eyða milljónum og jafnvel stundum tugum milljóna í lóðir,” segir Unnur Valborg. En það er ekki nóg með að lóðirnar kosti ekkert á Hvammstanga því þar er heldur engin biðlisti með börn í leikskóla. „Hér er bara rosalega gott að búa og íbúakannanir hafa sýnt það að fólk á Hvammstanga er einna ánægðast með sveitarfélagið sitt á landinu öllu. Hér er öflugt menningarlíf, hér er hægt að fá atvinnu og bara gott fólk, sem býr hérna,” segir kampakátur sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hvammstangi er vinsæll staður til að búa á.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Húnaþing vestra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira