Uppgjör Marels var undir væntingum greinenda
 
            Afkoma Marels var undir væntingum greinenda á flesta mælikvarða. Mótteknar pantanir voru þó tæplega tveimur prósentum yfir meðaltalsspá. Engu að síður hafa stjórnendur Marels lækkað afkomuspá sína fyrir fjórða ársfjórðung en það var líka gert á sama tíma fyrir ári. Gengi Marels hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er degi í Kauphöll.
 
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                                                  
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                         
                        