Komi til þess að hægi á hringrásarkerfi Atlantshafsins verði það tímabundið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júlí 2023 12:31 Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur, segir að tímabundin hæging á hringrásarkerfi Atlantshafsins gæti haft áhrif hér á landi komi til kuldakasts. Vísir/Vilhelm Umdeilt er hvort lóðrétt hringrásarkerfi Atlantshafsins stöðvist fyrir lok aldarinnar eins og spáð er fyrir í nýrri rannsókn. Haf- og veðurfræðingur segir að komi til þess að hægi á kerfinu bendi allt til að það verði aðeins tímabundið. Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór. Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Fréttastofa Guardian fjallaði í gær um rannsókn, sem gerð var af sérfræðingum við Kaupmannahafnarháskóla, og sagði í umfjölluninni að Golfstraumurinn gæti stöðvast á árunum 2025 til 2095, verði kolefnisspor jarðarbúa ekki minnkað. Umfjöllunin hefur verið gagnrýnd mikið síðan hún birtist enda verið að rugla saman tveimur ólíkum hlutum: Golfstraumnum annars vegar og lóðréttri hringrás Atlantshafsins, eða AMOC, hins vegar. „AMOC er minni og það hafa lengi verið ummerki um að lóðrétta hringrásin kunni að vera óstöðug, það eru margs konar vísbendingar um það. Þessi rannsókn er um þennan lóðrétta þátt. Það er að segja, ef hann er óstöðugur, og þeir telja að svo sé, þá geti hann hreinlega hrunið á tímabilinu 2025-2095,“ segir Halldór Björnsson, haf- og veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er ekki verið að tala um að Golfstraumurinn sem slíkur hrynji heldur einungis þessi þáttur hans.“ Það sé verulega umdeilt meðal fræðimanna hvort AMOC sé óstöðugur eða ekki. Almennt sé þó talið að hlýnun sjávar og bráðnun Grænlandsjökuls muni leiða til þess að AMOC hægi á sér á öldinni. AMOC sé aðeins einn þeirra strauma sem flytji varma á Norðurslóðir. „Það líklegasta sem myndi gerast, allavega ef menn skoða loftslagslíkön þar sem verður svona hæging, þá kólnar oftast tímabundið á einhverju svæði á Norður-Atlantshafi en mjög algengt er að Norður-Atantshafið í heild sinni myndi hlýna. Þannig að áhrifin eru oftast nær tímabundin og ganga yfir.“ Nokkuð öruggt sé að AMOC ætti alltaf endurkomu að lokum en spurningin sé hvenær. „Fyrir okkur skiptir það máli ef það kæmi kuldakast í tengslum við þetta. Myndi það ná Íslandsströndum, sem er ekki öruggt og myndi það verða langvinnt?“ spyr Halldór.
Loftslagsmál Hafið Tengdar fréttir Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42 Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna. 25. júlí 2023 22:42
Áhrifin á hafið eitt mesta áhyggjuefnið Súrnun sjávar og hugsanlegar breytingar á hafstraumum eru þær afleiðingar loftslagsbreytinga og losunar gróðurhúsalofttegunda sem eru eitt mesta áhyggjuefnið, að mati íslensks sérfræðings. Dökk mynd af loftslagsbreytingum í nútíð og framtíð er dregin upp í nýrri vísindaskýrslu Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 15:01
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01