Segir Ísland núna besta stað í heimi til að rannsaka eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júlí 2023 09:56 Nýsjálendingurinn Bruce Houghton er eldfjallafræðingur við Háskóla Hawaii. Arnar Halldórsson Nýsjálenskur eldfjallafræðingur við Háskólann á Hawaii, sem kom sérstaklega til að fylgjast með Reykjaneseldum, segir Ísland besta stað í heimi um þessar mundir til að rannsaka eldgos. Hér gefist stórkostlegt tækifæri til að skýrari mynd af hraungosum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áhuga vísindaheimsins á eldgosinu við Litla-Hrút en hvert einasta eldgos gefur færi á að afla nýrrar þekkingar á eðli slíkra atburða. En þetta er ekki bara vettvangur íslenskra jarðvísindamanna. Hingað til lands er mættur talsverður fjöldi erlendra vísindamanna. Í þeim hópi er nýsjálenski eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton sem starfar við Hawaii-háskóla. Þar hafa menn reglulega eldgos. En til hvers þá að koma alla leið til Íslands? „Það er dálítill munur og við lærum mismunandi hluti. Það er eins og að gera mynd af fíl og maður sér fótinn á fílnum hérna, maður getur séð halann á Hawaii bara vegna aðstæðnanna. Við reynum að draga upp góða mynd af svona eldgosi fyrir allan heiminn, hnattræna mynd,“ svarar Bruce Houghton. Hann segist í gegnum árin hafa átt mikið samstarf við íslenska starfsbræður sína og nefnir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson. „Við erum náttúrlega hluti af stórum hópi erlendra vísindamanna. Og þegar svona atburðir gerast, og við erum komin með svona langtímamarkmið, eins og þetta að reyna að módelera hraunrennslið, og það betur, þá náttúrlega köllum við í okkar fólk,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Arnar Halldórsson Bruce kom einnig til Íslands til að sjá fyrri tvö eldgosin á Reykjanesi, árin 2021 og 2022. Vinna núna felist í því að afla gagna. „Ég nota mikið af tímanum til að taka myndbönd, myndir í mikilli upplausn og greini þær svo seinna. En ég sé af upptökunum að þetta er stórkostlegt tækifæri, alveg eins og 2021. Það var frábært tækifæri,“ segir Bruce Houghton. Vísindamenn klæddir eldvarnarbúningi nálgast glóandi hraun til sýnatöku.Arnar Halldórsson Ármann fagnar því að fá þennan erlenda liðsstyrk. „Þau gefa kost á sér, þau eru að gefa okkur viku hér. Þau eru velflest styrkt af sínum ríkjum, þar sem au starfa, til þess að koma hérna upp eftir og gera þær mælingar sem við teljum að við þurfum til þess að betrumbæta okkar módel,“ segir Ármann. „Það er svo miklu auðveldara að vinna hérna heldur en í Bandaríkjunum af því kerfið er sveigjanlegra, eldgosið er afmarkað hérna. Þetta er besti staður í heimi þessa stundina til að rannsaka eldgos,“ segir eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton. Vísindi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um áhuga vísindaheimsins á eldgosinu við Litla-Hrút en hvert einasta eldgos gefur færi á að afla nýrrar þekkingar á eðli slíkra atburða. En þetta er ekki bara vettvangur íslenskra jarðvísindamanna. Hingað til lands er mættur talsverður fjöldi erlendra vísindamanna. Í þeim hópi er nýsjálenski eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton sem starfar við Hawaii-háskóla. Þar hafa menn reglulega eldgos. En til hvers þá að koma alla leið til Íslands? „Það er dálítill munur og við lærum mismunandi hluti. Það er eins og að gera mynd af fíl og maður sér fótinn á fílnum hérna, maður getur séð halann á Hawaii bara vegna aðstæðnanna. Við reynum að draga upp góða mynd af svona eldgosi fyrir allan heiminn, hnattræna mynd,“ svarar Bruce Houghton. Hann segist í gegnum árin hafa átt mikið samstarf við íslenska starfsbræður sína og nefnir Þorvald Þórðarson og Ármann Höskuldsson. „Við erum náttúrlega hluti af stórum hópi erlendra vísindamanna. Og þegar svona atburðir gerast, og við erum komin með svona langtímamarkmið, eins og þetta að reyna að módelera hraunrennslið, og það betur, þá náttúrlega köllum við í okkar fólk,“ segir Ármann. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Arnar Halldórsson Bruce kom einnig til Íslands til að sjá fyrri tvö eldgosin á Reykjanesi, árin 2021 og 2022. Vinna núna felist í því að afla gagna. „Ég nota mikið af tímanum til að taka myndbönd, myndir í mikilli upplausn og greini þær svo seinna. En ég sé af upptökunum að þetta er stórkostlegt tækifæri, alveg eins og 2021. Það var frábært tækifæri,“ segir Bruce Houghton. Vísindamenn klæddir eldvarnarbúningi nálgast glóandi hraun til sýnatöku.Arnar Halldórsson Ármann fagnar því að fá þennan erlenda liðsstyrk. „Þau gefa kost á sér, þau eru að gefa okkur viku hér. Þau eru velflest styrkt af sínum ríkjum, þar sem au starfa, til þess að koma hérna upp eftir og gera þær mælingar sem við teljum að við þurfum til þess að betrumbæta okkar módel,“ segir Ármann. „Það er svo miklu auðveldara að vinna hérna heldur en í Bandaríkjunum af því kerfið er sveigjanlegra, eldgosið er afmarkað hérna. Þetta er besti staður í heimi þessa stundina til að rannsaka eldgos,“ segir eldfjallafræðingurinn Bruce Houghton.
Vísindi Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Háskólar Tengdar fréttir Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21 Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17 „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Þetta er útsýnisstaðurinn sem gosferðamenn vilja komast á Eldgosið á Reykjanesi heldur enn sama krafti og undanfarna daga. Æ fleiri ferðamenn velja að sjá gosið af fjallinu Litla-Hrúti, þótt það þýði lengri göngu. Almannavarnir hefja tilraunir á gossvæðinu á morgun á aðferðum til að verja mikilvæga innviði eins og háspennulínur og jarðstrengi. 25. júlí 2023 20:21
Eldgosin verða kröftugri og hraun mun fara til byggða Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að búast megi við sífellt kröftugri eldgosum í þeirri hrinu Reykjaneselda sem nú sé hafin. Eldgos verði nær þéttbýli og með hraunrennsli til byggða. 20. júlí 2023 21:17
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42