Messi með tvö mörk og stoðsendingu í stórsigri Inter Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2023 07:02 Lionel Messi hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Inter Miami. getty/Megan Briggs Lionel Messi fer heldur betur vel af stað með Inter Miami og hefur skorað þrjú mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum með liðinu. Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Inter Miami mætti Atlanta United í Leagues Cup í nótt og vann 4-0 sigur. Um er að ræða keppni milli liða í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Liga MX í Mexíkó. Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Inter Miami gegn Cruz Azul með marki beint úr aukaspyrnu elleftu stundu á föstudaginn. Messi var í fyrsta sinn í byrjunarliði Inter Miami í nótt og sömu sögu er að segja af Sergio Busquets, fyrrverandi samherja hans hjá Barcelona. Þeir félagar áttu heiðurinn af fyrsta marki leiksins á 8. mínútu. Busquets lyfti þá boltanum yfir vörn Atlanta á Messi sem skaut í stöng en fylgdi á eftir og skoraði fyrsta mark leiksins. Atlanta er hundraðasta liðið sem Messi skorar gegn á ferlinum. Á 22. mínútu bætti Messi öðru marki við eftir skyndisókn Inter Miami. Robert Taylor bætti svo þriðja markinu við fyrir hálfleik. Messi var ekki hættur því á 53. mínútu lagði hann upp fjórða mark Inter Miami fyrir Taylor sem skoraði öðru sinni. Messi fékk svo heiðursskiptingu þegar tólf mínútur voru eftir af leiknum. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Inter Miami fagnaði 4-0 sigri. A joy to watch unless you're a defender.Rewind all of Messi's moments from a two-goal, one-assist showing against Atlanta in @LeaguesCup action. pic.twitter.com/MxkGHjIDAf— Major League Soccer (@MLS) July 26, 2023 Inter Miami vann sinn riðil í Leagues Cup og er komið í 32-liða úrslit keppninnar.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna: Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda