Stækkandi bleikjur í Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 25. júlí 2023 14:35 Þessi knái veiðimaður er með 72 sm bleikju í höndunum en þessi bleikja veiddist í Eyjafjarðará. Eyjafjarðará er ein af þeim ám þar sem veiðimönnum er skylt að sleppa öllum veiddum fiski en það hefur heldur betur verið að skila sér. Það var alveg þekkt að það veiddust stórar bleikjur í ánni en það heyrði til algjörra undantekninga að sjá að heyra af bleikjum um og yfir 70 sm að lengd. Staðan í dag eftir að sleppiskylda var sett á er sú að sífellt fleiri stórar bleikjur veiðast á hverju ári og er stærðin 50-60 sm bara "normið" í dag. Nýlega veiddust tvær bleikjur í þessari yfirstærð í ánni á svæði fimm og voru þær 70 og 72 sm. Eins og myndirnar bera með sér eru þetta virkilega fallegar og vel haldnar bleikjur. Stór bleikja úr Eyjafjarðará Í samanburði við vinsæl ársvæði í norður Kanada og Grænlandi er ekkert óalgengt að veiða bleikjur sem eru 80-90 sm að stærð en sérstaklega í Kanada þar sem Veitt og Sleppt hefur verið við lýði á þessum svæðum í um það bil 30 ár. Afrakstur þessarar stefnu er að þarna hafa verið að veiðast bleikjur allt að 20 pundum og þá er bara spurning hvort það gerist hér líka? Veiðivísir væri í það minnsta alveg til í að takast á við bleikju í þeirru stærð. Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði
Það var alveg þekkt að það veiddust stórar bleikjur í ánni en það heyrði til algjörra undantekninga að sjá að heyra af bleikjum um og yfir 70 sm að lengd. Staðan í dag eftir að sleppiskylda var sett á er sú að sífellt fleiri stórar bleikjur veiðast á hverju ári og er stærðin 50-60 sm bara "normið" í dag. Nýlega veiddust tvær bleikjur í þessari yfirstærð í ánni á svæði fimm og voru þær 70 og 72 sm. Eins og myndirnar bera með sér eru þetta virkilega fallegar og vel haldnar bleikjur. Stór bleikja úr Eyjafjarðará Í samanburði við vinsæl ársvæði í norður Kanada og Grænlandi er ekkert óalgengt að veiða bleikjur sem eru 80-90 sm að stærð en sérstaklega í Kanada þar sem Veitt og Sleppt hefur verið við lýði á þessum svæðum í um það bil 30 ár. Afrakstur þessarar stefnu er að þarna hafa verið að veiðast bleikjur allt að 20 pundum og þá er bara spurning hvort það gerist hér líka? Veiðivísir væri í það minnsta alveg til í að takast á við bleikju í þeirru stærð.
Stangveiði Mest lesið Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Myndband sem sýnir hvert laxinn fer í sjónum Veiði Víðidalsá og Fitjá komnar á bók Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skemmtikvöld á morgun hjá SVFR Veiði Góð opnun í Steinsmýrarvötnum Veiði Fluguveiði ekki bara karlasport Veiði Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði Flottur sjóbirtingur úr Hörgá Veiði