Fundu 21 geitungabú í vegg: „Við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2023 15:24 Jeff Clemmensen (t.v.) og Daníel Geir Moritz unnu gott dagsverk í gær. Vilborg Stefánsdóttir Íbúi í Neskaupstað auglýsti nýverið eftir einhverjum sem gæti fjarlægt geitungbú af bílskúr hennar. Fráfluttur sonur Neskaupstaðar bauð fram þjónustu sína og fékk aðstoð frá dönskum mjólkurfræðingi. Saman fjarlægðu þeir minnst 21 geitingabú innan úr vegg bílskúrsins. Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri. Fjarðabyggð Dýr Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Daníel Geir Moritz, sem er fæddur og uppalinn í Neskaupstað en hefur um árabil búið í Vestmannaeyjum, er fyrir austan þessa dagana þar sem hann er framkvæmdastjóri Franskra daga, sem haldnir eru ár hvert á Fáskrúðsfirði. Rifjaði upp gamla takta Þegar hann var ungur að árum í Neskaupstað setti Daníel á fót garðsláttarfyrirtæki, sem hann segir auðvitað hafa verið nefnt Slá í gegn, og varð fljótt sá sem fargaði geitungabúum fyrir bæjarbúa. „Það var einhvern tímann hringt í bæinn og spurt hver væri að taka geitunga, og þá var bara bent á mig en ég hafði aldrei gert það svo ég veit ekkert af hverju það var. En ég hugsaði að þetta væri bara áskorun og fór og tók þarna bú, alveg skíthræddur af því manni var ekkert vel við þetta. Svo sjóaðist maður í þessu og ég hef ekki tölu á því hversu mörg geitungabú ég hef tekið á lífsleiðinni, en sú tala hækkaði alveg rosalega í gær,“ segir hann í samtali við Vísi. Maðurinn sem setti vöffludeig fyrstur manna í fernu hjálpaði til Daníel ákvað því að bjóða fram þjónustu sína og mætti heim til Vilborgar Stefánsdóttur til þess að hreinsa upp geitungabúið. „Þegar ég kom að bílskúrnum í dag fann ég ekki búið og bað um betri útskýringar. Hvorki þakskyggni né undir skúrnum, kjörnir staðir, höfðu orðið fyrir valinu. Benti hún mér á að Jeff nokkur Clemmensen hefði skygnast um og gæti hringt í mig með frekari lýsingar, sem hann svo og gerði. Við ákváðum að hittast þarna og skoða aðstæður betur,“ segir Daníel í skemmtilegum pistli um gærdaginn á Facebook. Daníel segir að Jeff sé ekki aðstoðarmaður af verri gerðinni. Hann sé danskur mjólkurfræðingur sem búsettur hefur verið í Neskaupstað í áratugi. Hann vinni nú í álverinu á Reyðarfirði en hafi helst unnið það sér til frægðar að finna upp á því að setja vöffludeig í fernur. „Mikill meistari og þúsundþjalasmiður,“ segir hann. Sprautaði vatni inn í vegginn Daníel segir að þeir hafi rifið eina plötu af vegg bílskúrsins og þá hafi þeir fundið stærðarinnar geitungabú, um það bil á stærð við handbolta. Þá hafi Daníel sprautað vatni úr garðslöngu á búið og það dottið niður á jörðina. Því næst hafi hann ákveðið að sprauta vatni inn í vegginn hvoru megin við til þess að gera geitunga, sem þar gætu leynst, óvíga. Það reyndist heillaspor þar sem geitungabú leyndist á bak við hverja einustu fjöl í skúrnum. „Maður var alltaf smá stressaður þegar næsta fjöl var spennt frá, hefði maður ekki komist nógu vel að til þess að sprauta, þá hefði getað verið eitthvað flugnager þarna. En svo bara vannst þetta áfram og við vorum grenjandi úr hlátri að halda tölunni, að telja hvað þetta voru mörg bú.“ Lokatalan var 21 bú en Daníel segir að það sé varlega áætlað og ekki sé ólíklegt að þau hafi verið fleiri.
Fjarðabyggð Dýr Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira