Læknaður af „Matta Vill-sjúkdómnum“ og klár í slaginn Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2023 14:31 Arnar er spenntur að sjá Aron Elís spila gegn „erkióvinum“ Víkings í KR í kvöld. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir frumraun Arons Elís Þrándarsonar sem hefur æft með liðinu um þriggja vikna skeið. Aron fékk í gegn félagsskipti í vikunni og verður í eldlínunni gegn KR á Meistaravöllum í Bestu deild karla í kvöld. Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00. Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira
Það vakti athygli þegar Aron Elís ákvað að semja við uppeldisfélag sitt þar sem hann fékk tilboð að utan og er aðeins 29 ára gamall. Arnar segir Aron vera spenntan fyrir því að komast á völlinn en líklega sé smá stress sem fylgi einnig. „Hann er búinn að æfa mjög vel og langt síðan hann spilaði leik. Hann er virkilega hungraður og væntanlega líka stressaður. Maður þekkir það af eigin raun. Svo er það líka frá Kára [Árnasyni] og Sölva [Geir Ottesen] sem komu heim og töluðu um að það væri jafnvel meira stressandi að spila fyrir heimaklúbbinn sinn heldur en að spila úti fyrir framan 50 þúsund manns,“ „Ástæðan fyrir því er einmitt að þetta er heimaklúbburinn þeirra, þetta er klúbburinn hans Arons sem vill standa sig og þetta er bara frábær búbót fyrir íslenska knattspyrnu og okkur Víkinga. Sérstaklega á þessum tímapunkti þegar talað er eins og það sé einhver krísa í gangi. Við erum með sex stiga forskot í deildinni og í undanúrslitum í bikar en þetta er gott boost að fá svona hæfileikaríkan leikmann inn í hópinn okkar og hann verður klár á móti KR,“ segir Arnar. Laus við taphrinuna og klár gegn „erkióvinunum í KR“ Aron Elís segist sjálfur vera spenntur að komast loks út á völlinn eftir svo langan tíma þar sem hann hefur aðeins getað æft með liðinu. Arnar segist sömuleiðis spenntur að geta valið hann í liðið eftir að hann fékk í gegn félagsskipti í vikunni. Klippa: Spenntur að sjá Aron Elís á vellinum „Svo sannarlega. Hann var reyndar kominn með Matta Vill-sjúkdóminn þar sem hann vinnur ekki leik á æfingum. En hann læknaðist af því þegar leið á sumarið,“ „En auðvitað verður hann á meðal betri leikmanna ef ekki sá besti í deildinni. Þetta er bara drulluerfið deild, ég segi það enn og aftur. Þú þarft að vera í súper standi til að láta ljós þitt skína með þessa fótboltahæfileika. Það mun taka hann tíma að komast í leikform, hann er í toppstandi líkamlega, en það er allt annað að spila þessa leiki,“ „Ég held bara að allir Víkingar og knattspyrnuáhugamenn séu spenntir að sjá hann á vellinum og ég tala nú ekki um á móti okkar erkióvinum í KR í fyrsta leik,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Leikur KR og Víkings hefst kl. 19:15 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst kl. 19:00.
Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Sjá meira