Hyggjast rannsaka fangabúðir nasista á breskri grundu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2023 22:46 Alderney eyjan hefur yfir að búa gríðarlegri náttúrufegurð. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hyggjast í fyrsta sinn rannsaka til hlýtar einu fangabúðir nasista sem vitað er að voru reistar á breskri grundu, á eyjunni Alderney í Ermasundi. Er það gert eftir að ný sönnunargögn fundust sem varpað hafa ljósi á grimmdarverk nasista á eyjunni. Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni. Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá en breskar eyjar í Ermasundi var eini hluti Bretlands sem nasistum tókst að hernema í síðari heimsstyrjöld. Í umfjöllun miðilsins segir að tala þeirra sem létust í búðunum á eyjunni hafi verið á huldu hingað til. Allir íbúar eyjunnar voru fluttir á brott af breskum stjórnvöldum árið 1940 þegar þeim varð ljóst að ekki yrði hægt að verja hana frá nasistum eftir að þeir lögðu undir sig Frakkland. Þýsk stjórnvöld hafi því breytt allri eynni í fangelsi og byggt þar tvær fangabúðir. Þrælað út til dauða Meirihluti fanganna voru Rússar og Úkraínumenn en í umfjöllun Guardian segir að vitað sé að töluverður fjöldi gyðinga, norður-Afríkubúa og spænskir lýðveldissinnar hafi einnig verið fluttur til Alderney. Nasistar hafi farið grimmilega með fanga og þrælað þeim út í dauða. Aðrir fangar voru pyntaðir, skotnir, eða á þeim gerðar tilraunir og þeir sem ekki gátu unnið voru sendir í útrýmingarbúðir á meginlandinu. Segir breska blaðið að tala þeirra sem hafi látist á eyjunni hafi löngum verið umdeildur og opinberlega verið sagt að á bilinu 700 til 1000 manns hafi látist í búðunum. „Ég væri mjög hissa ef tala látinna á Alderney og þeirra sem fluttir voru þaðan í útrýmingarbúðir myndi ekki hlaupa á þúsundum,“ hefur Guardian eftir Anthony Glees, prófessor í öryggisfræðum og sérfræðingi í sögu stríðsglæpa. Opinber gögn segi að einungis átta gyðingar hafi dáið á eyjunni. Fræðafólk telur hins vegar ljóst að þær tölur geti ekki verið réttar. Hyggjast bresk stjórnvöld kanna frásagnir um að allt að þúsund gyðingar hafi látist á eyjunni hið minnsta og verið grafnir þar í ómerktum fjöldagröfum af nasistum. Sendur heim til Þýskalands Er fullyrt í umfjöllun breska miðilsins að allt of margar spurningar liggi enn í loftinu um þau ódæði sem unnin hafi verið á eyjunni. Þá hefur nýrri tækni verið beitt af fornleifafræðingum til þess að hafa uppi á fjöldagröfum á eyjunni en í hið minnsta tvær hafa fundist. Áður hafa bresk stjórnvöld viðurkennt, árið 1983, að Carl Hoffman, yfirmaður nasista í fangabúðunum á Alderney, hafi ekki verið látinn svara til saka vegna stöðu sinnar í búðunum. Rannsókn blaðamannsins Solomon Steckoll leiddi það í ljós en áður höfðu bresk stjórnvöld fullyrt að Carl hefði verið afhentur sovéskum stjórnvöldum og látist í Kænugarði. Hið rétta er að Carl var leyft að ferðast aftur til síns heima og lést í eigin rúmi í Vestur-Þýskalandi árið 1974.Umfjöllun Guardian um málið í heild sinni.
Bretland Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira