Lítið vantar upp á að hraun nái yfir vatnaskil til Faxaflóa Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2023 10:40 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur á gosstöðvunum í gær. Arnar Halldórsson Lítið virðist vanta upp á að hraun frá gosstöðvunum við Litla-Hrút geti farið að renna yfir vatnaskil til norðurs í átt að Faxaflóa og Reykjanesbraut, miðað við myndir sem teknar voru í gær af eldgígnum og hrauntjörninni norðan hans. „Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér: Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Nei, það vantar ekkert mikið upp á. En hraunið þarf náttúrlega að hækka sig svolítið,“ sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 á gosstöðvunum. „Miðað við þetta hraunflæði, sem er núna í kringum 10-15 rúmmetrar á sekúndu, þá myndi það nú taka svona tvær þrjár vikur áður en það nær yfir vatnaskil.“ Á vef Vísindavefsins er fjallað um vatnaskil. Þar segir: Efst eftir fjallshrygg milli tveggja dala mætti draga markalínu þannig að öðrum megin hennar rynni vatn niður í annan dalinn en hinum megin niður í hinn. Það heita vatnaskil. Horft til norðurs í gær yfir gíginn og hrauntjörnina. Fjær sér yfir til Faxaflóa.Arnar Halldórsson Ármann segir litlar líkur að hraunið geti náð Grindavíkurvegi frá þessum eldgíg. „Ef það kemst yfir vatnaskilin hér þá fer það væntanlega í átt að Afstapahrauni og kemur þar niður á Reykjanesbraut.“ Mestar líkur, að mati Ármanns, eru þó á að hraunið streymi áfram suður. „Staðan hefur ekki breyst; að mestar líkur eru á því að hraunið renni til suðurs. Og ef gosið stendur nógu lengi þá mun náttúrlega Suðurstrandarvegurinn gefa sig,“ sagði eldfjallafræðingurinn. Hér má sjá þetta myndrænt: Sjá einnig hér:
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42 Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. 19. júlí 2023 21:42
Vogamenn búa sig undir eldgos í sínu sveitarfélagi Ráðamenn Voga á Vatnsleysuströnd eru viðbúnir því að eldgos gæti brotist upp í þeirra sveitarfélagi. Miðað við mat jarðvísindamanna á kvikuganginum, sem veldur jarðskjálftunum á Reykjanesi, gæti hann náð yfirborði þar sem landi hallar í átt að Faxaflóa. 7. júlí 2023 10:10