„Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig“ Kristinn Haukur Guðnason og Kristján Már Unnarsson skrifa 19. júlí 2023 21:42 Ármann segir að erfitt hefði verið að finna fólkið sem stóð undir gígnum ef hann hefði hrunið ofan á það. Arnar Halldórsson Lífsháski skapaðist á gosstöðvunum við Litla-Hrút í nótt þegar gígbarmurinn hrundi skyndilega og glóandi hraunið flæddi niður á miklum hraða. Nokkru áður höfðu ferðamenn, sem stóðu við gíginn, verið reknir burt frá staðnum. Kristján Már Unnarsson var á vettvangi í dag. Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Allt frá fyrstu dögum eldgossins hefur meginflæði hraunsins verið nánast í einni hrauná til suðurs. Það breyttist í nótt en drónamyndir í frétt Stöðvar 2 tók Sigurður Þór Helgason laust eftir klukkan fjögur í nótt þegar gígbarmurinn brast. „Já þetta var svolítil dramatík en gígurinn var orðinn mjög brattur og eldborgarlegur eins og Íslendingar kannast við. Þannig að það mátti búast við að eitthvað myndi gerast eins og gerðist skyndilega. Þetta er eitt það stórfenglegasta sem við höfum séð. Þarna var mikil lukka að fólk stóð ekki undir gígbörmunum, gónandi á hann,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. „Þú átt engan sjéns“ Lífshættulegar aðstæður hefðu getað skapast í nótt því skömmu áður stóðu ferðamenn þar sem nú er hraunfoss. „Þegar hraunið rennur út rennur það með töluverðum hraða. Í gærkvöldi þegar við vorum þarna var fólk sem stóð fimmtán til tuttugu metrum frá gígnum, til að sjá eitthvað meira en þaðan sem við erum núna. Björgunarsveitarmenn vísuðu því frá um eitt leytið en svo hrynur gígurinn um fjögur leytið. Staðurinn sem þetta fólk var á fór undir á nokkrum sekúndum. Þú átt engan sjéns,“ segir Ármann. Segir Ármann að ef fólkið hefði staðið þarna undir þegar gígurinn brast væri sennilega erfitt að finna það í dag. „Þetta er ástæðan fyrir því að við vorum að vara fólk við því að fara nærri gígunum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglunnar á gosstöðvunum. „Við sáum á myndbandsupptökum þegar veggurinn hrundi og það var ansi skrautlegt. Fólk er því beðið að fara ekkert nálægt gígnum eða hraunánni.“ Suðurstrandarvegurinn gæti gefið sig „Núna rennur stíft í hrauntjörnina sem við sjáum á bak við okkur, norðan við gíginn. Úr henni mun hraunið leitast við að renna austan og vestan við hraunið sem rann áður og streyma áfram til suðurs. Það er ekki nein breyting næstu vikur eða mánuði,“ segir Ármann. „Ef gosið stendur nógu lengi þá mun Suðurstrandarvegurinn gefa sig.“ Þoka í kvöld Almannavarnir ákváðu í morgun að loka fyrir aðgang almennings að gossvæðinu klukkan 17:00 síðdegis. „Við erum að fá þoku í kvöld. Þetta er af öryggisástæðum. Við höfum þurft að leita að fólki þegar allt er heiðskírt. Út frá öryggissjónarmiðum ákváðum við að loka klukkan fimm og sennilega hreinsar svæðið sig svo. Það verður mjög dimmt í nótt og engin ástæða til að vera að offra því,“ segir Hjálmar. Hjálmar Hallgrímsson, vettvangsstjóri lögreglu á gosstöðvum.Arnar Halldórsson Hann segir líklegt að hægt verði að opna svæðið aftur í fyrramálið. „Við tökum fundi með Veðurstofunni þar sem farið er yfir aðstæður, bæði varðandi gasmengun og vindáttir, þannig að það verður skoðað í fyrramálið og mér þykir líklegt að veðrið ráði því svolítið,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Samgöngur Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira