Ekki klefar heldur snagar: „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júlí 2023 14:14 Pallurinn kemur í stað þess sem var illa farinn. Hann er dreginn til baka til að stuðla að betra útsýni og er efniviðurinn lerki sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og mun það þá falla einstaklega vel að umhverfinu að sögn arkitekts. Framkvæmdir sem hafnar eru í Landmannalaugum eru fyrsti áfangi í heildar endurbótum á Landmannalaugasvæðinu, byggja á verðlaunatillögu VA arkitekta og Landmótunar frá 2014 og munu að endingu falla einstaklega vel að umhverfinu. Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Sjá meira
Tilefnið er gagnrýni Karenar Kjartansdóttur, almannatengils, á tvo skúra sem reistir hafa verið í Landmannalaugum. Karen taldi að um væri að ræða nýja búningsklefa og sagði þá skyggja á útsýni til fjalla. Sér kæmi á óvart hve klaufalega væri staðið að framkvæmdunum. „Það er ótrúlega eðlilegt að fyrstu viðbrögð fólks séu neikvæð þegar einhverju er breytt sem því er annt um og maður skilur það alveg,“ segir Magdalena Sigurðardóttir, arkitekt hjá VA Arkitektar. Hins vegar verði að vanda til verka í umfjöllun um arkitektúr, of algengt sé að hún sé á neikvæðum nótum og ekki byggður á staðreyndum. Magdalena tekur fram að húsin sem Karen hafi gagnrýnt séu þannig ekki búningsklefar heldur yfirbyggðir snagar fyrir handklæði og persónulega muni. Þeir komi í stað gamla pallsins sem hafi verið illa farinn og gjarnan fullur af drasli. Þjónustuhús verður um 200 fm og inniheldur aðstöðu sem tengist manngerðri laug og þjónar tjaldsvæðinu. Þar verður fatageymsla, sturtur og þurrksvæði og snyrtingar Ekki verði skyggt á laugarsvæðið „Þetta er bara fyrsti áfangi framkvæmda. Þarna verður byggð ný aðstaða hinumegin við Námskvísl og það stendur til að minnka þau mannvirki sem eru á svæðinu og kofabyggðina við gamla skálann og í raun færa náttúruna þar aftur í upprunalegt horf, þannig bílastæði, búningsaðstaða og nestisaðstaða sé hinumegin við Námskvísl en ekki inn á sjálfu svæðinu.“ Þannig verði búningsklefar hinumegin við kvíslina, einmitt svo þeir skyggi ekki á laugarsvæðið. Magdalena segir nýja pallinn staðsettan á sama stað og þann gamla, en vera dreginn aðeins til baka til að stuðla að betra útsýni. „Pallarnir og skýlin eru úr lerki, sem tekur nokkra mánuði að veðrast og grána og munu það þá falla einstaklega vel að umhverfinu,“ segir Magdalena. Mikil vinna hafi farið í tillöguna, vandað hafi verið til verka og samráð haft við Umhverfisstofnun, Landvernd og Ferðafélag Íslands. Hægt er að kynna sér vinningstillögur VA arkitekta og Landmótunar hér: við_áreyrnar_19_júlí_2023PDF3.5MBSækja skjal
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Fjallamennska Arkitektúr Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Sjá meira