Nýjar íslenskar kartöflur bestar með smjöri og salti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2023 20:04 Börn eru mjög hrifin af nýjum kartöflum, ekki síður en fullorðnir. Hér eru þau frá vinstri, Ólöf Edda Helgadóttir 3 ára, Ólafur Kolbeinn Eiríksson 8 ára, Rúnar Atli Helgason 6 ára og Björgvin Geir Sigurðarson 11 ára að smakka í dag á nýju kartöflunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrstu íslensku kartöflur sumarsins í Þykkvabænum voru teknar upp í dag og fara strax í verslanir. Bestar þykja þær nýsoðnar með smjöri og salti segja kartöflubændur. Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Sjá meira
Það voru kartöflubændurnir í Vesturholtum, sem byrjuðu að taka upp í dag, bræðurnir Helgi og Birkir Ármannssynir með sína aðstoðarmenn á upptökuvélinni á færibandinu. „Mér list bara glimrandi vel á þetta, þetta lítur bara mjög vel út. Kartöflurnar eru ljómandi fínar og fallegar, það er ekki annað hægt að segja,” segir Helgi. Helgi segir að vorið hafa verið bændum erfitt, mikil bleyta og kuldi en síðustu vikur hafi gert gæfumuninn með sprettuna með góðum hita. „Nú fara þær í verslanir á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Þær voru þvegnar seinni partinn í dag og þá fara þær með bíl í fyrramálið og koma í búðir upp úr hádegi á morgun.” Bræðurnir Helgi (t.v. )og Birkir Ármannssynir í einum kartöflugarðinum en þeir rækta kartöflur, ásamt foreldrum sínum á um 45 hekturum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag eru 11 fjölskyldur í Þykkvabæ í kartöflurækt og því mikil törn fram undan hjá bændum og búaliði að taka upp kartöflur. En erum við dugleg að borða kartöflur eða eigum við að vera duglegri? „Við mættum alveg vera duglegri en það er bara kannski svo mikið að gera hjá öllum. Nei, nei, þetta gengur bara ágætlega, Íslendingar vilja íslenskar kartöflur,” segir Helgi. Unnið á færibandinu en nýju kartöflurnar úr Þykkvabæ verða komnar í verslanir á morgun miðvikudag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var ekki hægt að koma í Þykkvabæ án þess að fá að smakka nýjar kartöflur en bræðurnir eru sammála um að þær séu bestar nýsoðnar með smjöri og salti. Nýjar kartöflur þykja sérstaklega góðar með smjöri og salti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Kartöflurækt Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Sjá meira