46 gráður á Ítalíu og varað við versnandi hitabylgju á norðurhveli jarðar Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 12:48 Þyrlur eru nýttar til að reyna að hafa hemil á umfangsmiklum skógareldum sem nú loga í Sviss. Ap/Jean-Christophe Bott Skæð hitabylgja herjar áfram á fólk víða um heim og virðist lítið lát vera á hitanum. Alþjóðaveðurfræðistofnunin varar við því að hitabylgjan færist í aukana á norðurhveli jarðar í þessari viku með hærri næturhita og meiri hættu á hjartaáföllum og dauðsföllum. Gert er ráð fyrir að 46 stiga hiti mælist á ítölsku eyjunni Sardiníu síðar í dag og er varað við því að íbúar í vissum hlutum Ítalíu þurfi að þola ákafan hita í tíu daga til viðbótar. Íbúar Spánar hafa glímt við samfelldar hitabylgjur að undanförnu og náði hiti 44 gráðum í suðurhluta landsins í gær. Á sama tíma hafa gróðureldar logað á spænsku eyjunni La Palma og á meginlandi Grikklands. Ferðamenn keppast við að kæla sig niður í Róm, höfuðborg Ítalíu.Ap/Gregorio Borgia Hvert hitametið á fætur öðru „Hitastig í Norður-Ameríku, Asíu, Norður-Afríku og við Miðjarðarhafið nær yfir 40 gráður í fleiri daga í þessari viku á sama tíma og hitabylgjan færist í aukana,“ segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni sem vísað er til í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins. Stofnunin segir öfgafull veðurmynstur undirstrika mikilvægi þess að þjóðir heims grípi til aukinna aðgerða til að bregðast við loftslagskrísunni. Meðallandhiti á heimsvísu hefur nú slegið fyrra hitamet fimmtán daga í röð. Það met féll í júlí í fyrra og því skammt stórra högga á milli. Rannsókn bendir til þess að 61 þúsund einstaklingar hafi látist í Evrópu á síðasta ári í tengslum við hitabylgju sem sló víða hitamet. Þá hafi 166 þúsund einstaklingar látist vegna hita í álfunni á árunum 1998 til 2017. Code Yikes!!!The planet is now at 15 consecutive days of record global surface temperatures, likely the hottest 15 days in the last 100,000+ years.Also, today's global temperature of 17.114°C once again breached the Paris agreement, at 1.51°C over the 1850-1900 baseline. pic.twitter.com/SwhP3HPKuR— Prof. Eliot Jacobson (@EliotJacobson) July 18, 2023 Í Bandaríkjunum mældist hiti aftur 49 gráður á miðnætti í Dauðadalnum í Kaliforníu. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í suðurhluta Sviss sem kviknuðu við þorp í kantónunni Valais í gær og breiddist hratt út í nótt. Fyrr í dag var greint frá því að eldur logaði á hundrað hektara svæði. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hitti í gær Perry Hollyer, eiganda gistiheimilis í Vermont-ríki, sem er eyðilagt eftir að það flæddi í bænum Hardwick.Ap/Charles Krupa Snjóaði í Suður-Afríku Yfirvöld ríkja í Norður-Afríku hvetja fólk til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum, á borð við að drekka mikinn vökva og forðast sólina. Hitastig náði 48 gráðum í Alsír og Marokkó í síðustu viku og hefur þar sjaldan mælst hærri. Yfirvöld í Alsír segja útlit fyrir að stingandi hiti muni halda áfram gera fólki lífið leitt í þessari viku. Meira hefur verið um veðuröfgar á heimsvísu að undanförnu líkt og vísindamenn hafa lengi spáð í tengslum við loftslagsbreytingar og ekki einungis orðið vart við hitabylgjur. Í suðurhluta Afríku er nú kaldara veðurfar en alla jafna og í síðustu viku féll snjór í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í fyrsta skipti í yfir tíu ár. Þá hefur víða borið á miklum flóðum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Asíu. Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30 „Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 46 stiga hiti mælist á ítölsku eyjunni Sardiníu síðar í dag og er varað við því að íbúar í vissum hlutum Ítalíu þurfi að þola ákafan hita í tíu daga til viðbótar. Íbúar Spánar hafa glímt við samfelldar hitabylgjur að undanförnu og náði hiti 44 gráðum í suðurhluta landsins í gær. Á sama tíma hafa gróðureldar logað á spænsku eyjunni La Palma og á meginlandi Grikklands. Ferðamenn keppast við að kæla sig niður í Róm, höfuðborg Ítalíu.Ap/Gregorio Borgia Hvert hitametið á fætur öðru „Hitastig í Norður-Ameríku, Asíu, Norður-Afríku og við Miðjarðarhafið nær yfir 40 gráður í fleiri daga í þessari viku á sama tíma og hitabylgjan færist í aukana,“ segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni sem vísað er til í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins. Stofnunin segir öfgafull veðurmynstur undirstrika mikilvægi þess að þjóðir heims grípi til aukinna aðgerða til að bregðast við loftslagskrísunni. Meðallandhiti á heimsvísu hefur nú slegið fyrra hitamet fimmtán daga í röð. Það met féll í júlí í fyrra og því skammt stórra högga á milli. Rannsókn bendir til þess að 61 þúsund einstaklingar hafi látist í Evrópu á síðasta ári í tengslum við hitabylgju sem sló víða hitamet. Þá hafi 166 þúsund einstaklingar látist vegna hita í álfunni á árunum 1998 til 2017. Code Yikes!!!The planet is now at 15 consecutive days of record global surface temperatures, likely the hottest 15 days in the last 100,000+ years.Also, today's global temperature of 17.114°C once again breached the Paris agreement, at 1.51°C over the 1850-1900 baseline. pic.twitter.com/SwhP3HPKuR— Prof. Eliot Jacobson (@EliotJacobson) July 18, 2023 Í Bandaríkjunum mældist hiti aftur 49 gráður á miðnætti í Dauðadalnum í Kaliforníu. Yfir hundrað slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda í suðurhluta Sviss sem kviknuðu við þorp í kantónunni Valais í gær og breiddist hratt út í nótt. Fyrr í dag var greint frá því að eldur logaði á hundrað hektara svæði. Pete Buttigieg, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hitti í gær Perry Hollyer, eiganda gistiheimilis í Vermont-ríki, sem er eyðilagt eftir að það flæddi í bænum Hardwick.Ap/Charles Krupa Snjóaði í Suður-Afríku Yfirvöld ríkja í Norður-Afríku hvetja fólk til að gera ráðstafanir til að verjast hitanum, á borð við að drekka mikinn vökva og forðast sólina. Hitastig náði 48 gráðum í Alsír og Marokkó í síðustu viku og hefur þar sjaldan mælst hærri. Yfirvöld í Alsír segja útlit fyrir að stingandi hiti muni halda áfram gera fólki lífið leitt í þessari viku. Meira hefur verið um veðuröfgar á heimsvísu að undanförnu líkt og vísindamenn hafa lengi spáð í tengslum við loftslagsbreytingar og ekki einungis orðið vart við hitabylgjur. Í suðurhluta Afríku er nú kaldara veðurfar en alla jafna og í síðustu viku féll snjór í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í fyrsta skipti í yfir tíu ár. Þá hefur víða borið á miklum flóðum, þar á meðal í Bandaríkjunum og Asíu.
Veður Loftslagsmál Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30 „Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11 Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Íslendingar í skæðri hitabylgju: „Maður svitnar og er eldrauður í framan“ Skæðar hitabylgjur ríða nú yfir víða um heim. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna gróðurelda á meðan aurskriður hafa fallið á öðrum svæðum og ár flætt yfir bakkasína vegna hamfararigninga. Íslendingur í Bandaríkjunum segir öfgar í veðurfari aukast með hverju árinu. 17. júlí 2023 22:30
„Það hefur ekki enn liðið yfir mig“ Miklar hitabylgjur hafa haft áhrif víða í heiminum undanfarna daga. Höfuðborg Japans er ekki undanskilin slíku en mikill hiti hefur verið þar síðustu daga. Borghildur Gunnarsdóttir, sem stödd er í Tokyo, segir að hitinn sé svo mikill að Íslendingar í borginni hafi flúið heim til Íslands vegna hans. 17. júlí 2023 14:11
Varað við nýjum hitametum á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó Íbúar á Ítalíu, Grikklandi, Spáni og Marokkó hafa verið varaðir við því að ný hitamet gætu fallið á morgun, þegar hiti gæti farið yfir 49 stig. Hitabylgjan Karon fylgir nú í kjölfar Kerberusar, sem olli gríðarlegum hita á svæðinu í síðustu viku. 17. júlí 2023 07:48