Fyrstu Íslendingarnir í virtu söngleikjanámi slógu í gegn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2023 19:41 Þeir Ari og Pétur fóru báðir með aðalhlutverk í útskriftarsýningum þeirra. Ari, til vinstri, fór með hlutverk Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í söngleiknum Jane Eyre. Craig Fuller Þeir Ari Ólafsson og Pétur Ernir Svavarsson, sem báðir hafa gert það gott sem söngvarar hér á landi, útskrifuðust á dögunum úr virtu söngleikjanámi Royal Academy of Music í London. Báðir voru þeir í aðalhlutverki í sinni lokasýningu. Ari, sem eignaðist sitt fyrsta barn í apríl, segir námið hafa verið gríðarlega þroskandi og lítur björtum augum til framtíðar. Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum. Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Um er að ræða eins árs nám hugsað fyrir þá sem hafa lokið grunnmenntun í söng- eða söngleikjanámi. „Þessu var skipt upp í þrjá hluta, dans, söng og leik,“ segir Ari í samtali við Vísi. Hann lauk söngnámi við sama skóla á síðasta ári. Árið 2018 keppti Ari fyrir Íslands hönd í Eurovision keppninni sem haldin var í Portúgal það ár, með laginu Our choice. Pétur Ernir Svavarsson útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með gráðu í hljóðfæraleik og söng. Hann komst í fréttirnar fyrir fjórum árum þegar hann dúxaði í Menntaskólanum á Ísafirði og kom fjölskyldu sinni og öðrum í opna skjöldu þegar hann brast í söng við útskriftina: Heimsfrægir gestakennarar „Við Pétur höfum verið vinir frá árinu 2019 þegar við fórum í kringum landið með jólatónleika. Þá tók ég eftir því hvað hann væri svakalegt talent og hvatti hann til að fara út í nám. Hann sagði mér aldrei að hann ætlaði í sama nám og ég og við hittumst bara í prufunum, komumst síðan báðir inn,“ segir Ari. Námið segir hann það besta sem völ er á fyrir þann sem vill leggja söngleiki fyrir sig. „Það er Daniel Bowling að þakka, sem er stjórnandi þarna. Hann hefur stjórnað tónlistinni í stærstu söngleikjunum á West End í London. Hann fékk inn ótrúlegt fólk sem kom og kenndi okkur. Leikkonan Imelda Staunton og Claude-Michel Schönberg sem samdi Les Mis söngleikinn, kom tvisvar og kenndi okkur. Þetta var ofboðslega mikil vinna en kemur manni í rétta formið andlega og líkamlega til að geta unnið við þessa krefjandi list. En ég get í raun ekki lofað þennan kúrs meir.“ Félagarnir Pétur og Ari á útskriftardaginn. Eltir drauminn Ari segir söngleiki hafa átt hug hans allan, allt frá því að hann lék Olíver Twist í Þjóðleikhúsinu tíu ára gamall. „Mig langaði ekki að læra meiri óperusöng, hjarta mitt hefur alltaf verið í söngleikjum. Mig langar að verða betri leikari og mig langar að reyna að uppfylla þennan draum,“ segir Ari og heldur áfram: „Þetta var mjög erfitt en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi. Þetta var fullkomið fyrir mig til að öðlast mikinn aga. Ég kemst líka að því að ég væri að verða faðir þegar ég komst inn í námið. Þá kom svolítið meiri alvara í líf mitt, núna þegar ég þarf að sjá um einhvern annan en sjálfan mig.“ Námið gekk vonum framar og í lokasýningum þeirra Ara og Péturs fóru þeir báðir með aðalhlutverkið í sinni lokasýningu. „Ég lék Billy Bigelow í söngleiknum Carousel og Pétur lék Rochester í Jane Eyre. Það gekk alveg ofboðslega vel og þetta var hrikalega skemmtilegt ferli.“ Úr söngleiknum Carousel.Craig Fuller Pétur Ernir í söngleiknum Jane Eyre.Craig Fuller Ari stefnir á að fara aftur út til London, ásamt kærustu sinni Sólveigu Lilju Rögnvaldsdóttur og nýskírðu barni þeirra, Tristani Loga Arasyni. „Núna er ég kominn með góða reynslu að baki og með umboðsmann þannig lífið gæti í raun ekki verið betra. Langtímamarkmiðið er að komast á West End,“ segir Ari að lokum.
Leikhús Íslendingar erlendis Bretland Menning Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira