„Ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað leiki fyrir landið sitt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. júlí 2023 07:02 Glódís Perla er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og vonandi verður fullur völlur, frábær stemning og góður fótbolti,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir leik liðsins gegn Finnlandi sem fram fer í kvöld. Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira
Hún segir að þrátt fyrir að um vináttuleiki sé að ræða séu þeir mikilvægir í undirbúningnum fyrir komandi átök í Þjóðadeildinni. „Þetta eru náttúrulega bara undirbúningsleikir og við munum nýta þá í að prófa einhver ný kerfi og allskonar flæði betur sem að við gætum þurft að grípa í í Þjóðadeildinni. Þannig að þetta eru í rauninni æfingaleikir fyrir það, að prófa þessa hluti svo við séum kannski með aðeins fleiri vopn í vopnabúrinu.“ Glódís var á dögunum heiðruð fyrir að spila sinn hundraðasta landsleik fyrir Íslands hönd og segir það mikinn heiður. „Jú algjörlega. Það er ótrúlega mikill heiður að hafa fengið að spila hundrað landsleiki fyrir landið sitt. Það er ekkert á hverjum degi þannig ég er ótrúlega stolt af því og að fá svona málverk er náttúrulega frábært. Ég á ekkert alvöru málverk þannig að þetta var mitt fyrsta,“ sagði Glódís létt. Glódís Perla er eins og flestir vita leikmaðu Bayern München í Þýskalandi. Hún er þó ekki eini íslenski leikmaður liðsins því þær Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eru einnig á mála hjá félaginu. Karólína var hins vegar lánuð frá Bayern til Bayer Leverkusen á dögunum og Glódís segist eiga eftir að sakna hennar mikið. „Mér persónulega finnst það rosalega leiðinlegt og ég mun sakna hennar ótrúlega mikið, en fyrir hana er þetta hundrað prósent rétt skref því hún er að fara í lið þar sem hún fær vonandi stórt hlutverk og að geisla. Þannig þetta er klárlega það sem hún þarf að gera og svo vonandi kemur hún aftur.“ Þrátt fyrir að Karólína sé farin frá félaginu í bili hefur Bayern München styrkt sig í sumar og Glódís segir að stefnan sé sett á að reyna að vinna Meistaradeildina á næsta tímabili. „Markmiðið hjá öllum stórum klúbbum í Evrópu er náttúrulega að vinna Meistaradeildina. En það þarf líka að vera með hópinn og leikmennina í það og Bayern er klárlega búið að sýna það í þessum glugga að það er einhver vilji til staðar til að gera það sem þarf og það er ótrúlega gaman að sjá það. Við vorum með flottan hóp í fyrra og þegar allir eru heilir og svo bætum svo nokkrum við þá getum við allavega gert gott aðkall að þessu.“ Klippa: Glódís Perla fyrir leikinn gegn Finnum
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Sjá meira