Ætlar að vakna eldsnemma til að baka extra af pizzu og snúðum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júlí 2023 21:00 Skúli segir að snúðarnir hafi klárast á hádegi þótt hann hafi bakað tvöfalda uppskrift. Á morgun verði uppskriftin enn stærri. Vísir/Arnar Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni. „Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag. Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
„Maður er kominn á tíma og orðinn gamall karl,“ segir Skúli léttur. Hann segir síðustu átta ár hafa verið afar góð og að þau hafi staðið vaktina allan tímann sjálf. Skúli og Sigrún voru til með teikningar að stækkun kaffihússins þegar þau ákváðu frekar að loka. Þau segja miklar framkvæmdir við húsnæðið hafa flýtt ákvörðuninni en ákvörðunina þó tekna í samráði við bæinn. „Þegar maður er kominn á eftirlaunaaldur er það dálítið stór biti að vera að fara að byggja stórt veitingahús og starta upp á nýtt þar,“ segir hann og að þegar þau hófu reksturinn hafi þau tekið við húsinu en aðeins gert það upp. Það hafi tekið um þrjá mánuði. Spurður hvernig honum líður segir Skúli að honum líði vel því hann sé búinn að taka ákvörðun um næsta skref. „En það er mikill söknuður af öllum þessum góðu viðskiptavinum sem við höfum haft og þeirri hlýju sem við höfum fundið í gegnum tíðina, og ekki síst núna, þegar við erum að hætta,“ en yfir þau Sigrún og Skúla hefur rignt kveðjum síðustu daga á samfélagsmiðlum eftir að þau tilkynntu að þau ætluðu að loka. Álftaneskaffi lokar á morgun. Gestir nutu matar og veðurs í dag. Vísir/Arnar Fjölmargir hafa lýst yfir mikilli sorg á samfélagsmiðlum vegna lokunarinnar og gestir kaffihússins í dag voru á einu máli um að þau myndu sakna þess að geta komið og fengið pizzu og snúða. Það hefur verið mikið að gera síðustu daga og kláruðust sem dæmi snúðarnir í hádeginu í dag. Skúli gerir ráð fyrir því að vakna eldsnemma á morgun til að baka enn meira en hann gerði í dag.
Garðabær Veitingastaðir Matur Tengdar fréttir Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47 Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Hvað þýðir „six-seven“? Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Álftaneskaffi lokað: „Bestu snúðarnir, bestu pítsurnar og bestu kökurnar!“ Veitingastaðnum Álftaneskaffi verður lokað í hinsta sinn á föstudag eftir átta ára starfsemi. Sigrún Jóhannsdóttir, annar eigenda staðarins, segir tímabært að hjónin hætti rekstrinum og að eitthvað nýtt og spennandi muni taka við á nesinu. 12. júlí 2023 14:47
Pítsa er ekki það sama og pítsa Flatbakan er án efa drottning skyndibitans, uppruni hennar er rakinn til ítölsku borgarinnar Napolí. Gott hráefni er frumforsenda góðrar pítsu segja pítsugerðarmenn. Pítsan hefur aldrei verið vinsælli og ekkert lát á því. 11. nóvember 2017 11:00