Mikil fækkun fíknifanga í íslenskum fangelsum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 07:46 Árum saman hefur Ísland skorið sig úr hvað hátt hlutfall fíknifanga varðar. Vísir/Vilhelm Aðeins 26,7 prósent fanga sátu inni fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Ári áður var hlutfallið 37,4 prósent og um 60 prósent um aldamótin. Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi. Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úttekt Evrópuráðsins á fangelsismálum álfunnar. Samkvæmt skýrslunni er fangelsistíðnin afar lág á Íslandi en hlutfall kvenna og útlendinga er mjög hátt miðað við önnur Evrópulönd. Af 105 dæmdum föngum á einni viðmiðunardagsetningu sátu 28 inni fyrir fíkniefnabrot, 20 fyrir umferðarlagabrot, 14 fyrir þjófnað, 11 fyrir morð eða morðtilraun, 9 fyrir líkamsárás, 9 fyrir nauðgun, 7 fyrir önnur kynferðisbrot, 1 fyrir rán og 6 fyrir önnur brot. Enginn sat inni fyrir hryðjuverk eða efnahagsbrot. Þá sátu 28 inni sem höfðu ekki hlotið dóm. Hlutfall fíknifanga á Íslandi hefur lengi verið mun hærra en í flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta hefur verið skýrt með harðri fíkniefnalöggjöf á Íslandi og að refsiramminn sé betur nýttur í fíkniefnamálum en til dæmis auðgunar eða ofbeldismálum. Þrátt fyrir að hlutfall fíknifanga sé nú óvenju lágt er Ísland engu að síður á meðal þeirra landa þar sem flestir fangar sitja inni vegna fíkniefnabrota. Konur og eldri fangar fjölmennir Fangelsistíðnin árið 2022 var 38,5 fangar á hverja 100 þúsund íbúa. Þetta er með því allra lægsta í Evrópu. Til samanburðar er tíðnin 67,7 í Danmörku, 98,4 í Bretlandi og 351,5 í Tyrklandi. Tíðnin á Íslandi er sú lægsta síðan árið 2016. Enginn náði að flýja úr íslenskum fangelsum í fyrra.Vísir/Vilhelm Langflestir fangar eru karlar, 122 af 133, en þó að aðeins sætu 11 konur inni er það eitt hæsta hlutfall í Evrópu. Engin móðir var með barn í fangelsinu. 31 fanganna voru útlendingar, sem er mjög hátt hlutfall. Af þeim voru 27 karlar og 4 konur. Flestir fangarnir voru að afplána 1 til 3 ára dóma, eða 36 af 105 dæmdum föngum. 10 voru að afplána langa dóma, 10 ára eða lengri. Á Íslandi er nokkuð hátt hlutfall aldraðra fanga. 27 voru eldri en 50 ára og 3 eldri en 65 ára. Enginn fangaflótti Í skýrslunni kemur fram að á Íslandi séu næg rými og að mönnunin sé betri en víðast hvar annars staðar. 181 rými eru til staðar og 140 starfsmenn, þar af 98 fangaverðir. Enginn flúði á síðasta ári úr íslensku fangelsi. Einn fangi lést, úr sjálfsvígi, en hann var í gæsluvarðhaldi.
Fangelsismál Fíkniefnabrot Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira