Messi lentur í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2023 13:01 Ung knattspyrnuáhugakona í Miami fyrir framan stóra mynd af nýju hetju borgarinnar, Lionel Messi. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi er loksins kominn til Bandaríkjanna en það eru margar vikur síðan fréttist af því að hann væri að semja við bandaríska félagið Inter Miami. Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Messi verður formlega kynntur til leiks 16. júlí næstkomandi og má búast við flottri athöfn. Inter Miami staðfesti í gær að hún muni hefjast klukkan sex á sunnudaginn og fari fram á DRV PNK leikvanginum. Messi lenti í Miami í gær og sáust myndir af honum með eiginkonu sinni og börnum á flugvellinum í Fort Lauderdale. Messi fór í viðtal við argentínska sjónvarpsstöð á þriðjudaginn og þar talaði hann um að hann ætlaði að gefa allt sitt til að hjálpa liði Inter Miami. Liðið þarf svo sannarlega á hjálp að halda en eftir 2-2 jafntefli við D.C. United á sunnudaginn hefur Inter Miami leikið tíu leiki í röð án þess að ná að fagna einum einasta sigri. Það hefur aldrei gerst áður í sögu bandaríska félagsins. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Inter Miami hefur sett stefnuna á það að Messi spili sinn fyrsta leik með félaginu 21. júlí næstkomandi þegar liðið spilar við Cruz Azul í deildarbikarnum. Hinn 35 ára gamli Messi hefur unnið alla helstu titla í boði á ferlinum og alls 43 titla. Hann hefur sjö sinnum fengið Gullhnöttinn sem besti leikmaður heims. 35 af titlum hans komu með Barcelona og skoraði á sínum tíma 672 mörk fyrir félagið. Eftir tvo ár með Paris Saint Germain í Frakklandi þá ákvað Messi að semja frekar við MLS-lið í Bandaríkjunum í stað þess að fara heim til Barcelona eða elta peningana til Sádí-Arabíu. Messi mætir til Bandaríkjanna sem ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa kórónað ferilinn sinn með heimsmeistaratitlinum í Katar. MLS deildin væntir mikils af komu hans og augu margra verða á því hvort að Messi sé enn það góður að hann geti rifið Inter Miami liðið upp af botninum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira