Þriðjungur laxa í Breiðdalsá blandaður eldislaxi Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 10:51 Töluverður fjöldi laxaseiða reyndist blandaður norskum eldislaxi. Hafrannsóknastofnun Niðurstöður rannsóknar Hafrannsóknastofnunar benda til þess að villtur íslenskur lax og eldislax af norskum uppruna hafi blandast saman í nokkrum mæli. Eldri erfðablöndun greindist til að mynda í 32 prósent seiða í Breiðdalsá. Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu. Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Hafrannsóknastofnun gaf á dögunum út rannsóknarskýrslu um erfðablöndun íslensks lax (Salmo salar) og eldislax af norskum uppruna. Í skýrslunni er greint frá erfðarannsóknum á sýnum af laxi úr 89 ám hringinn í kringum landið. Lögð var áhersla á ár í nálægð við sjókvíaeldissvæði. Fjöldi sýna var alls 6.348 laxaseiði, að því er segir í tilkynningu á vef Hafró. Um tvö prósent laxa blendingar Í rannsókninni greindust 133 fyrstu kynslóðar blendingar, afkvæmi eldislaxa og villtra laxa, í sautján ám. Það gerir 2,1 prósent sýna, innan 18 prósent áa. Eldri blöndun, önnur kynslóð eða eldri, greindist í 141 seiðum í 26 ám, 2,2 prósent sýna, innan 29 prósent áa. Í tilkynningu segir að fyrstu kynslóðar blendingar hafi verið algengari á Vestfjörðum en Austfjörðum, sem sé í samræmi við að eldið á Austfjörðum hófst síðar og hefur verið umfangsminna. Eldri erfðablöndun hafi verið tíðari á Austfjörðum en Vestfjörðum og tengist líklegast eldinu sem þar var starfrækt í byrjun þessarar aldar. Eldri erfðablöndun hafi verið mest áberandi í Breiðdalsá og greindist í 32 prósent seiðanna. Frekari rannsókna þörf Þá segir að erfðablöndun hafi yfirleitt greinst í minna en fimmtíu kílómetra fjarlægð frá eldissvæðum en nokkrir blendingar hafi fundist í allt að 250 kílómetra fjarlægð. „Þessi viðamikla rannsókn staðfestir mikilvægi frekari rannsókna. Við þurfum að skoða kynslóðaskiptingu blendinganna ásamt umfangi þeirra og orsökum dreifinga eldri blöndunar,“ er haft eftir Guðna Guðbergssyni, sviðsstjóra ferskvatns- og eldissvið Hafrannsóknarstofnunar, í tilkynningu.
Fiskeldi Lax Sjókvíaeldi Stangveiði Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira