Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna flugvélar á Austurlandi Eiður Þór Árnason skrifar 9. júlí 2023 18:05 Aðgerðum er stjórnað úr Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Myndin er úr safni. vísir/vilhelm Umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi á Austurlandi eftir að boð barst frá neyðarsendi um borð í flugvél nálægt Breiðdalsheiði. Ekki hefur náðst samband við vélina en um er að ræða fjögurra sæta Cessna 172 flugvél. Ekki liggur fyrir hve margir eru um borð. Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Útkallið barst rétt um klukkan 18.30 og var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út ásamt nær öllum björgunarsveitum á Austurlandi. Enn á eftir að staðsetja flugvélina og nær leitarsvæðið frá Öxi og í vesturátt. Lögreglan á Austurlandi tekur einnig þátt í aðgerðum og þá hafa viðbragðaðilar komið saman í Samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta herma upplýsingar frá Landhelgisgæslunni og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Við vitum í sjálfu sér mjög lítið á þessu stigi enn þá, það er verið að leita fyrir austan og búið að boða út nánast allar björgunarsveitir á Austurlandi, og þær eru bara á leið á vettvang,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Leitarsvæðið sé enn nokkuð óljóst en neyðarboðin komi einhvers staðar upp á Öxi og þar vestur af. Landhelgisgæslan fer með stjórn aðgerða og streymir nú fólk í Samhæfingarmiðstöðina í Skógarhlíð. Fylgst verður með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan fréttina. Ef hún birtist ekki er ráðlagt að endurhlaða síðuna. Fréttin hefur verið uppfærð. Flugvélin fannst á áttunda tímanum.
Flugslys við Sauðahnjúka Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Múlaþing Fjarðabyggð Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira