Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-0 Fram | Alex Freyr tryggði ÍBV dýrmætan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2023 18:00 Alex Freyr Hilmarsson [til hægri] tryggði sigur Eyjamanna. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann Fram 1-0 í 14. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira
Fyrir leik vakti athygli að fyrirliði Eyjamanna, Eiður Aron Sigurbjörnsson var mættur að nýju í byrjunarliðið. Munar um minna og segja má að hann hafi minnt á sig í dag. Hvað leikinn varðar þá kom sigurmarkið strax á 3. mínútu. Felix Örn Friðriksson átti þá hornspyrnu sem flaug inn að marki. Gestunum tókst ekki að koma boltanum frá og Alex Freyr Hilmarsson skoraði af stuttu færi. Skömmu síðar voru Eyjamenn nálægt því að tvöfalda forystuna en gestirnir björguðu á línu. Oliver Heiðarsson fékk svo gullið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar hálftími var liðinn en allt kom fyrir ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikur fer seint í sögubækurnar og var vægast sagt tíðindalítill. Gestirnir úr Grafarholti ógnuðu lítið og Eyjamenn voru sáttir með fenginn hlut, lokatölur 1-0 ÍBV í vil. ÍBV lyftir sér með sigrinum upp í 16 stig og situr því í 8. sæti á meðan Fram fellur niður í 10. sæti með 14 stig. Af hverju vann ÍBV? Voru einfaldlega sterkari á öllum sviðum í dag. Hverjir stóðu upp úr? Hjá ÍBV verður að benda á manninn sem skoraði sigurmarkið, Alex Freyr. Þá ógnaði Oliver Heiðarsson með hraða sínum og krafti. Einnig verður að nefna Eið Aron en ÍBV er allt annað lið með hann innanborðs. Hjá gestunum átti Ólafur Íshólm nokkrar góðar vörslur í markinu. Hvað gekk illa? Heimamönnum gekk illa að klára færin á meðan Fram gekk illa að skapa sér færi. Hvað gerist næst? Fram fær Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn eftir slétta viku á meðan Keflavík mætir til Vestmannaeyja á sunnudeginum 16. júlí. „Ekkert flæði í leiknum“ Jón Sveinsson, þjálfari Fram.Vísir/Diego „Svekkjandi að tapa. Það var ekkert flæði í leiknum, held að menn hafi ekki hlaupið meira en sex til sjö kílómetra,“ sagði Jón Sveinsson, þjálfari Fram, að leik loknum. „Það var ekkert tempó en það sem leikurinn bauð upp á var ÍBV sterkari en við svo hann fór eins og hann fór.“ Jón vildi meina að Fram hefðu getað prísað sig sæla að vera aðeins 1-0 undir í hálfleik. „Vorum búnir að komast í 2-3 stöður sem við hefðum getað skapað eitthvað en vorum ekki líklegir til að skora í fyrri hálfleik. Í seinni náðum við að setja smá pressu á þá, koma boltanum inn á hættusvæðið en klaufar að skora ekki. Eins og aðstæðurnar voru hér í dag þá buðu þær ekki mikið upp á það (að spila fótbolta).“ „Það þýðir lítið að velta því fyrir sér en auðvitað hefði verið þægilegra að taka þrjú stig og skilja þá aðeins eftir en þetta er bara niðurstaðan,“ sagði Jón að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fram ÍBV Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Sjá meira