„Þú verður bara að fara með það á koddann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júlí 2023 22:31 Óskar Hrafn mátti vera ánægður með sannfærandi sigur sinna manna. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum afar sáttur eftir öruggan 5-1 sigur hans liðs á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. „Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur. Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
„Mér líður vel. Öflugur sigur, við skorum fimm mörk og náum að rúlla ágætlega á liðinu og það komust allir heilir frá leiknum. Þannig að ég er bara mjög sáttur,“ segir Óskar Hrafn. Breiðablik var með fín tök á leiknum í heldur rólegum fyrri hálfleik þar sem þeir klúðruðu vítaspyrnu áður en Jason Daði Svanþórsson veitti liðinu 1-0 forystu í hléi. Meiri hraði og ákefð einkenndi leikinn eftir hlé þar sem Blikar voru afar sannfærandi. „Að undanskildum tíu mínútum í seinni hálfleik þar sem þeir skora markið, þá fannst mér þetta bara öflug frammistaða. Við vorum góðir á boltann en hefðum kannski getað farið aðeins aftur fyrir þá í fyrri hálfleik þegar þeir stóðu mjög framarlega. Orkan góð, mikill dugnaður og gæði á síðasta þriðjungi. Ég er mjög sáttur,“ Blikar hafa fengið þónokkur mörk á sig úr föstum leikatriðum og fyrirgjöfum í síðustu leikjum og markið sem Fylkir skoraði í kvöld var eftir eitt slíkt. Óskar Hrafn vill þó heldur einblína á jávæðu hlutina sem Blikar geta tekið úr góðum sigri kvöldsins. „Það er bara gott að vinna 5-1. Þú getur horft á þetta hornamark en ég ætla að horfa þessi fimm mörk sem við skoruðum. Það er bara eins og það er,“ Jákvæðir straumar Óskar var þá spurður hvernig hann sem þjálfari gæti tekist á við það, og ef einbeitingarskorti væri um að kenna, hvernig menn færu þá að því að þjálfa upp einbeitingu leikmanna. „Við þurfum bara að standa betur og vera kröftugri. Um leið og maður byrjar að tala um þetta getur það farið í hausinn á mönnum. Við þurfum bara að mæta hlutunum betur,“ segir Óskar. „Ég get ekki kvartað núna. Við unnum tiltölulega sannfærandi sigur en mörkin koma. Fylkismennirnir eru kröftugir, með stóra menn og ógnandi í föstum leikatriðum. Markið gat komið á hvern þann hátt sem var,“ „Ég finn bara jákvæða strauma. Þú verður bara að fara með það á koddann að við fengum á okkur mark úr horni en ég ætla að horfa á hitt. Fimm mörk skoruð og leikur á þriðjudaginn,“ segir Óskar Hrafn en Blikar undirbúa sig nú fyrir brottför til Dyflinnar á sunnudag og mæta Írlandsmeisturum Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn kemur.
Besta deild karla Breiðablik Fylkir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira