Um orð Gréta Kristín Ómarsdóttir skrifar 7. júlí 2023 14:01 Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Hinsegin Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvert einasta orð í hverju einasta tungumáli heimsins er búið til af mannfólki í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar. Orðið orð var búið til, sömuleiðis orðið heimili, orðið foreldri og ævintýri, orðin uppþvottavél, fordrykkur og fartölva, líka stjörnuþoka, sorg og ljósleiðari, orðin vinátta og verkstæði, hugbúnaður og hamingja. Amma og afi. Öll þessi orð voru búin til í þeim tilgangi að ná utan um tilveru okkar, gefa henni merkingu, máta okkur við og tala saman um heiminn, okkur sjálf og umhverfi okkar. Þegar ný orð verða til þá rúmast meira í tungumálinu; ný starfsheiti, flóknar tilfinningar, forvitnileg veðurfyrirbæri, ný vitneskja, vísindi og síkvikur sannleikur, margbreytilegar upplifanir og fleiri blæbrigði raunveruleikans. Tungumálið er sífellt að þroskast, auðgast og þróast með okkur og íslenskan er sérstaklega kvik og heilbrigð þegar kemur að nýsköpun í takt við framrás tímans, lærdóma okkar og ólíka lífsreynslu. Þannig stendur tungumálið okkar keikt, styður og þjónar okkur mannfólkinu sem notum það, í allri okkar fjölbreytni og ólíkum verkefnum lífsins. Það stingur að nýyrðasamkeppni um íslensk orð til að ná utan um tilveru hinsegin fólks valdi jafn miklu fjaðrafoki, heift og reiði og raun ber vitni. Ný orð verða til því við mannfólkið höfum alltaf þurft á tungumálinu að halda til þess að vera til í samfélagi og sögu sem þeysist áfram í sífellu. Það gildir um okkur öll. Líka hinsegin fólk. Það er ekki árás eða frekja að hinsegin fólk vilji eiga orð yfir sína tilveru á sínu eigin tungumáli. Það tekur ekki í burtu frá neinum, það útrýmir hvorki né skemmir önnur orð, aðra merkingu, tilveru eða upplifanir af heiminum. Ég má kalla routerinn minn router þó hann eigi fínt orð á íslensku. Þú mátt kalla harðsperrur strengi og áherslupenni má líka heita yfirstrikunarpenni. Hnífur og gaffall hverfa ekki þó orð sé sannarlega til yfir skeið. Karl og kona núllast ekki út þó orð sé loksins til yfir kvár. Strákur og stelpa geta enn farið saman á róló þó að nú sé hægt að bjóða stálpi með út að leika. Amma Rósa í Hrísey verður áfram amma mín þó hlýlegt kvár í Hafnarfirði og barnabörn háns fái að máta sig við önnur orð þegar þau hittast í vöfflukaffi. Við erum öll bara að reyna að ná utan um heiminn, líf okkar og tilveru. Það er kjarni þess að vera til. Við erum til. Við erum lifandi og tungumálið okkar líka. Um það má hafa mörg orð, eins mörg orð og við þurfum á að halda. Höfundur er leikstjóri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun