„Á ekki von á að kalla saman þing“ Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 7. júlí 2023 11:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekar þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að endurskoða fyrirkomulagið hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki eiga von á því að hún muni kalla saman þing vegna birtingar á greinargerð um starfsemi Lindarhvols. Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins sendu í gær erindi til forsætisráðherra þar sem óskað var eftir því að hún myndi leggja fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing yrði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram kæmu í greinargerðinni. „Ég á nú ekki von á því að ég kalli saman þing. Tel ekki að það sé vilji meirihlutans. En Miðflokknum verður að sjálfsögðu svarað síðar í dag,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. En ertu með einhver viðbrögð við þessari greinargerð um Lindarhvolsmálið? „Ég er nú ekki búin að lúslesa hana en sýnist að margt af því sem þar kemur fram hafi síðan verið skýrt í þeirri greinargerð sem endanlega var skilað. En augljóslega er það eitthvað sem við þurfum að skoða betur,“ segir Katrín. Hún segir greinargerðina eða starfsemi Lindarhvols ekki hafa verið rætt á ríkisstjórnarfundinum enda sé það Alþingi sem fari með málið. „Væntanlega verður þetta rætt á vettvangi þingsins,“ segir Katrín. Það eru mikið af málum sem snúa að sölu á ríkiseignum að koma upp, einnig salan á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Þarf eitthvað að fara yfir verklagið varðandi það hvernig þetta sé gert? „Eins og fram hefur komið ítrekað hjá mér þá tel ég að þurfi að endurskoða fyrirkomulagið til dæmis hvað varðar sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það liggur algerlega fyrir að það fyrirkomulag verður að endurskoða áður en frekar er ráðhafst í þeim málum. Og ég stend við það sem ég hef áður sagt hvað varðar Bankasýsluna að mér finnist eðlilegt að leggja hana niður.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Starfsemi Lindarhvols Alþingi Tengdar fréttir Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01 „Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18 Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02 Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Birtingin breyti litlu og þingið verði áfram í fríi Birgir Ármannsson þingforseti segist ekki átta sig á því hvers vegna Sigurður Þórðarson vill að ríkissaksóknari rannsaki Lindarhvol. Hann gerir ekki ráð fyrir að þing komi saman eða að opinber birting greinargerðar Sigurðar breyti miklu. 6. júlí 2023 21:01
„Þetta er minn póstur og Birgir getur haldið sínum krumlum af honum“ Lindarhvoll var félag sem stofnað var til að halda utan eignir sem ríkið leysti til sín við uppgjör við föllnu bankana eftir hrun. Félagið seldi síðan eignirnar. Deilt hefur verið um framkvæmdina og var Sigurður Þórðarson settur ríkisendurskoðandi til að skoða málið vegna vanhæfis þáverandi ríkisendurskoðanda. 6. júlí 2023 19:18
Vilja að þing verði kallað saman vegna Lindarhvols Þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir því við forsætisráðherra að hann leggi fram tillögu til forseta Íslands þess efnis að þing verði kvatt saman til að ræða þær upplýsingar sem fram koma í nýbirtri Lindarhvolsskýrslu. 6. júlí 2023 16:02
Lindarhvolsskýrslan birt Greinargerð setts ríkisendurskoðanda, Sigurðar Þórðarsonar, um Lindarhvolsmálið hefur verið birt á vefsíðu Pírata. Það að skýrslan hafi ekki verið birt var gífurlega umdeilt á sínum tíma og strandaði sú ákvörðun á forseta Alþingis. 6. júlí 2023 14:29